15.8.2007 | 17:21
Ásdís Rán hvað?
Ekki veit ég hvaða vitleysingur sér um tvífaradálkinn í Blaðinu en í dag (15 ágúst) átti fólk sem sagt að trúa því að Victoria Beckham og Ásdís Rán séu líkar. Já kannski ef þú slekkur ljósið, stendur þrjá metra aftur og pírir augun. Það er nákvæmlega ekkert líkt með þeim, hvorki í útliti né lífsháttum. Þær eru algjörar andstæður ef eitthvað er. Victoria er fáránlega rík, ógeðslega fræg og gift skærustu fótbolta stjörnu og bara stjörnu alment í heimi sem situr fyrir frægustu hönnuði og tísku hús sem til eru. Ásdís er ekkert fræg, ekki rík og gift fótbolta nobody sem situr fyrir í Hagkaups bæklingi. Já það er svo sannarlega margt líkt með þeim.
En hvað um það. Það hlítur hver heilvita maður að sjá að ef einhver líkist Victoriu Beckham hér á landi þá er það dragdrottningin Steini Díva aka Queen of style. Djöfull hlítur hann að vaða í kellingum maður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 22:48
Death Proof. Skíta mynd.
Ég tel mig nú vera mikinn aðdáanda Quenting Tarantino og fíla afskaplega svipaðar myndir og hann lifir fyrir, svona exploitation og horror myndir. það var spennandi að heyra að hann væri að fara gera Grindhouse myndina sína með Robert Rodriguez með öllu tilheyrandi en því miður bombuðu þessar tvær myndir, Death Proof og Planet Terror, í miðasölunni og menn fóru að spekúlera af hverju það væri.
Ég get verið nokkuð viss um að mynd Tarantinos um morðingjann Stuntman Mike hafi átt stóran þátt í því að myndunum gekk illa. Þetta er algjörlega það versta sem Tarantino hefur nokkurn tíma sent frá sér og virkar á mann eins og léleg eftirherma á Tarantino mynd, svo slæmt er það. Þessi útgáfa sem við Evrópubúar fáum að sjá er tuttugu mínútum lengri en sú sem var sýnd í Ameríku en það er ekki að hjálpa nokkurn skapaðan hlut. Myndin er nokkurn vegin svona sett upp. 40 mínútur af innantómu blaðri um gras, stráka og áfengi, svo koma 10 mínútur af bíla hasar. Svo koma aðrar 40 mínútur af enn þá leiðinlegra blaðri um Ítalska Vogue, bíla og eitthvað sem heitir flagpoling, svo kemur svona korter af bíla hasar og svo er myndin búinn.
Þetta hefði verið þolanlegt ef að leikararnir hefðu staðið sig vel og ef að textinn væri vel skrifaður. Það er nú þannig að maður man nánast allt það sem var talað um í Resorvoir Dogs (Like a Virgin ræðan í byrjuninni) Pulp Fiction (fótanudds sagan ræðan hans Samuel L Jacksons) og jafnvel Jackie Brown (sölu ræðan hans Jacksons um AK-47). Það fer minna fyrir eftirminnilegum ræðum í Kill Bill myndunum en í Death Proof er akkúrat ekkert sem er minnistætt, fyndið eða töff. Eins og ég sagði áður þá fannst mér að ég væri að horfa á Tarantino eftirhermu mynd sem kom stuttu eftir Pulp Fiction og önnur hver mynd var með löngum samtals senum sem áttu að vera töff.
Kurt Russel er afskaplega lítið í myndinni og dettur alveg út í langan tíma, sem er leiðinlegt því að Stuntman Mike er ágætur karakter og Russel er frábær leikari. Á meðan fylgjumst við með stúlknahóp að tala um dóp og tippi, en ekki á neinn eftirminnilegan eða sniðugan hátt. Og þetta með Ítalska Vogue er alveg fáránlegt atriði. Þetta ver Tarantino að reyna að höfða til kvenna á einhvern hátt en mistekst hræðilega.
Bíla atriðin, þessi tvö í svokallaðri hrollvekju um morðingja sem drepur með bílnum sínum, eru óneitanlega flott en þau eru of fá og of stutt og ná ekki að bjarga þessari hörmung.
Skelfilegt alveg. Ég bíð nú samt smá spenntur eftir Planet Terror því að maður hefur heyrt að hún sé betri af þessum tveimur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 17:05
Tvífarar
Ég hef stundum séð tvífara dálkinn sem er í Blaðinu einstaka sinnum en það virðist enginn hafa fattað þessa tvífara þannig að maður verður að gera þetta sjálfur.
Eggert Magnússon West Hamari og Yellow Bastard úr Sin City.
Bloggar | Breytt 20.7.2007 kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 16:37
Kinnhestur fyrir þá sem eiga pening.
Hún Katrín Anna fjallar um þessa auglýsingu á sinni síðu en þar sem mér er enn meinað að leggja fram komment eftir smá rifrildi fyrir nokkrum mánuðum þá langaði mig bara að setja það hér.
Bílabúð Benna er að auglýsa nýjan Porche bíl og slagorðið er einstaklega vanhugsað og hallærislegt. Mig grunar reyndar að þetta sé þýtt frá ensku því að þetta er ekkert sérstaklega þjált í munni á okkar ilhýra. Þeir segja að keyra þennan bíl sé eins og að vera sleginn kinnhesti af fallegri konu. Hvað sem það nú þýðir.
Það sem ég sé fyrir mér þegar ég les þessar línur er maður sem slefar eins pervert yfir einhverri glæsi konu sem slær hann utan undir af því að hann er dónalegur í framkomu.
Er það tilfinninginn sem maður fær við að keyra þennan bíl, niðurlæging og skömm? Sem er væntanlega tilfinninginn þegar maður kemur heim með bílinn og konan hraunar yfir mann fyrir að hafa eitt pening í svona vitleysu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2007 | 19:00
Ha ha ha ha ha! Andskotinn.
Lúkas lifir eftir allt saman! Þetta er ótrúlegur endir á þessari furðulegu sögu um eitt svakalegasta hundamorð sem aldrei var framið á Íslandi.
Gott að hundurinn sé á lífi og allt það en það er óneytanlega vandræðalegt að hafa haldið minningarathöfn á þremur stöðum á landinu og að fólk hafi hótað saklausum manni líkamsmeiðingum og lífláti. Það hlítur að líða hálf fáránlega núna.
Spurt er þá. Hvernig í ósköpunum byrjaði þessi saga? Og hvernig varð þessi strákur bendlaður við verknaðinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2007 | 11:21
Af hverju látum við vaða svona yfir okkur?
Hvernig stendur á því að Íslendingar láta sig hafa það að borga hæsta matarverð í Evrópu, ef ekki í heiminum sérstaklega í ljósi þess að nýverið lækkaði VSK á matvælum sem átti að koma neytandanum til góðs. En nei. Þessir fáu sem sjá um innflutning á matvælum hækkuðu þá bara verðið til þess að koma á móts við þessar krónur sem þeir hefðu annars tapað.
Og hvað gera neytendur? Nákvæmlega ekki neitt, í versta falli hrista þeir höfuðið og muldra eitthvað þegar þeir horfa á verðmiðann svona rétt áður en þeir stinga vörunni í innkaupakörfuna. Þetta hefur maður sjálfur gert og hefur séð aðra gera marg oft. Hvers vegna erum við Íslendingar svona hræddir við að mótmæla einhverju fyrir utan virkjanir og hundamorðum? Stór hluti af þeim sem mótmæltu Kárahnjúkum voru útlendingar sem þurftu að mótmæla fyrir okkur. Hversu sorglegt er það?
Af hverju getum við ekki verið eins og Frakkarnir sem kalla til harðra aðgerða um leið og yfirvaldið eða þeir, sem gerast sekir um að brjóta á réttindum annarra, klúðra málunum. Af hverju sniðgöngum við ekki vörur sem þessi bölvuðu fyrirtæki flytja inn? Af hverju gerum við ekki eitthvað andskotinn hafi það!?
(Ég veit að það er hálf asnalegt að nöldra yfir því að fólk nöldri bara yfir því órétti sem er látið ganga yfir það en ég hef ekki tíma til neins annars. Ég er að fara kaupa mér 32 milljón króna íbúð.)
Matvæli dýrust á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2007 | 09:40
Örstutt Jól Stikkla
Þeir sem hafa lesið Blaðið í dag hafa ef til vill rekist á klausuna um stuttmyndina sem ég skrifaði ásamt Ottó félaga mínum og fjallaði um hérna fyrir nokkrum mánuðum.
Myndin fjallar um lítinn hóp ungs fólks sem lendir í því að jólasveinn einn kemur í heimsókn til þeirra og hrellir þau með skelfilegum afleyðingum. Allt mjög blóðugt og ógeðslegt.
Partur af útskriftarverkefni mínu var að gera plakat fyrir stuttmyndina og ég sýndi einnig treiler fyrir myndina sem fór mjög vel í fólk.
Hérna geta þeir sem ekki hafa séð þetta kíkt á herlegheitin.
Stuttmyndin er að klárast í klippi og svo verður farið í hljóðvinnslu eftir það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2007 | 12:07
The Great Matt Damon Swindle!
Iii nei. Matt Damon var ekki á djamminu hér á landi fyrir stuttu.
Fyrir nokkrum vikum var ég á ralleríi með félögum í heimahúsi og seinna meir kitlaði það okkur að fara í bæinn á öldurhús. Skemmtistaðurinn sem varð fyrir valinu var Sirkus enda afskaplega þægilegt að stunda þann stað núna eftir reykingabannið. Opið er út í garð og á góðviðrisdegi sem þessi var getur maður slappað af undir berum himni með ölsara í hönd.
Við vorum þrír félagarnir og af einhverri ástæðu fórum við að tala um Matt Damon. Okkur datt í hug að athuga trúgirni íslenskra djammara með því að spyrja alla hvort þeir hafi séð Matt Damon á Sirkus, enda hafa þær stjörnur sem hafa raunvörulega djammað á landinu oftast kíkt þangað inn, enda inn staður.
Við hófum að tala mikið um myndir leikarans og í hvert skipti sem nafnið hans kom upp hækkuðum við róminn svo að það yrði greinilegra. Svo þegar við komum inn héldum við því áfram og spurðum alla sem við þekktum hvort þau hafi ekki örugglega séð hann vera að kaupa sér bjór. Margir urðu hissa og hlupu inn til þess að sjá stjörnuna og hafa örugglega haldið að hann væri rétt farinn eða á klósettinu. Svo tók ég mig til og sendi SMS á þá sem ég þekki og eru "þekktir" í þjóðfélaginu, þar á meðal nokkra fjölmiðlamenn og konur.
Við héldum leiknum áfram um stund en svo nenntum við því ekki lengur og djammið hélt áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Við vildum með þessu athuga trúgirni íslendinga og sérstaklega fjölmiðla þegar kemur að súperstjörnum sem heimsækja land og öl. Svo vorum við líka drukknir og fannst þetta fyndið.
Við státum okkur alltaf af því að stjörnur geta labbað óáreittar um götur borgarinnar en svo elta fjölmiðlar þær um á röndum eins og versta slúðurblað frá Bretlandi.
Ekkert bar á "fréttinni" fyrstu dagana en svo poppaði þetta upp í DV í þar síðustu viku. Í gær birtist svo aftur klausa um þetta í DV þar sem að nú hefðu þeir áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hafi verið á klakanum með Íslenskri stúlku sem væri á leiðinni til Ítalíu með kappanum. Það er ekkert annað. Svo í Blaðinu í dag ganga þeir svo langt að koma með fréttir af því að sjálfur George Clooney hafi fengið sögur frá Damon kallinum og væri á leiðinni til landsins. Alveg ótrúlegt helvíti.
Matt Damon hefur samt held ég komið til landsins einu sinni, þegar leikaraliðið millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið til Ítalíu að leika í Ocean's 12, fyrir svona tveimur árum síðan. Mig minnir að hann hafi verið í þeim hópi en mér gæti skjátlast.
Við þykjumst vera með svo þykkan skráp varðandi stórstjörnur en í raun höldum við ekki vatni yfir þeim og viljum ólm komast eins nálægt þeim og við getum.
En tilraunin heppnaðist afskaplega vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2007 | 17:35
Vælandi Verzlingar
Mikið afskaplega finnst mér það fyndið að lesa um þessa"vesalings" Verzlinga sem fengu ekki að vera full, með hávaða og eyðileggja hótel muni í friði. Alveg ótrúlegt að fólk á vegum skólans skuli koma fram og verja hegðun þessara vitleysinga og segja að þau hafi verið svikin af því að það var kvartað undan því og að þau gátu ekki djammað lengur en til tvö. Hálfvitar.
Er útskriftarferðin orðin svona manndómsvígsla þar sem unglingurinn fer til útlanda án þess að vera í för foreldra, detta í það, fá sér að ríða og koma til baka fullorðinn maður eða kona? Ef svo er hvernig vogar fólk sér að trufla það í þessari mikilvægu lífsreynslu? Er það ekki hluti af þroska Íslensk unglings að fá að tæma nokkur slökkvitæki, æla út um allt og hafa hátt?
Íslenskir unglingar eru með eindæmum erfiðir, með skemmdarfýsn á háu stigi og geta aldrei séð neitt í friði. Það er til dæmis ástæðan að enga símaklefa er að finna í borginni.
Ekki græt ég yfir þessari hörmungarsögu Verzlinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 02:28
offisjal fagmaður
Jæja þá er maður orðinn lögverndaður grafískur hönnuður eftir útskriftina á laugardaginn. Fyndið að vera með háskólagráðu þrátt fyrir að hafa aldrei klárað framhaldsskóla eða gengið neitt sérstaklega vel í grunnskóla. Ekki nóg með það þá er ég fyrstur í familíunni til að útskrifast með háskólagráðu.
Finn ekki mikla breytingu satt að segja en núna get ég skráð mig sem fagmann í símaskrána. Samt er maður nú ekki að fara vinna sérstaklega mikið við þetta í sumar alla vega, fyrir utan plaköt fyrir Stóra Planið og Astrópíu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)