Death Proof. Skíta mynd.

Ég tel mig nú vera mikinn aðdáanda Quenting Tarantino og fíla afskaplega svipaðar myndir og hann lifir fyrir, svona exploitation og horror myndir.  það var spennandi að heyra að hann væri að fara gera Grindhouse myndina sína með Robert Rodriguez með öllu tilheyrandi en því miður bombuðu þessar tvær myndir, Death Proof og Planet Terror, í miðasölunni og menn fóru að spekúlera af hverju það væri. 

Ég get verið nokkuð viss um að mynd Tarantinos um morðingjann Stuntman Mike hafi átt stóran þátt í því að myndunum gekk illa. Þetta er algjörlega það versta sem Tarantino hefur nokkurn tíma sent frá sér og virkar á mann eins og léleg eftirherma á Tarantino mynd, svo slæmt er það. Þessi útgáfa sem við Evrópubúar fáum að sjá er tuttugu mínútum lengri en sú sem var sýnd í Ameríku en það er ekki að hjálpa nokkurn skapaðan hlut. Myndin er nokkurn vegin svona sett upp. 40 mínútur af innantómu blaðri um gras, stráka og áfengi, svo koma 10 mínútur af bíla hasar. Svo koma aðrar 40 mínútur af enn þá leiðinlegra blaðri um Ítalska Vogue, bíla og eitthvað sem heitir flagpoling, svo kemur svona korter af bíla hasar og svo er myndin búinn. 

Þetta hefði verið þolanlegt ef að leikararnir hefðu staðið sig vel og ef að textinn væri vel skrifaður. Það er nú þannig að maður man nánast allt það sem var talað um í Resorvoir Dogs (Like a Virgin ræðan í byrjuninni) Pulp Fiction (fótanudds sagan ræðan hans Samuel L Jacksons) og jafnvel Jackie Brown (sölu ræðan hans Jacksons um AK-47). Það fer minna fyrir eftirminnilegum ræðum í Kill Bill myndunum en í Death Proof er akkúrat ekkert sem er minnistætt, fyndið eða töff. Eins og ég sagði áður þá fannst mér að ég væri að horfa á Tarantino eftirhermu mynd sem kom stuttu eftir Pulp Fiction og önnur hver mynd var með löngum samtals senum sem áttu að vera töff.

Kurt Russel er afskaplega lítið í myndinni og dettur alveg út í langan tíma, sem er leiðinlegt því að Stuntman Mike er ágætur karakter og Russel er frábær leikari. Á meðan fylgjumst við með stúlknahóp að tala um dóp og tippi, en ekki á neinn eftirminnilegan eða sniðugan hátt. Og þetta með Ítalska Vogue er alveg fáránlegt atriði. Þetta ver Tarantino að reyna að höfða til kvenna á einhvern hátt en mistekst hræðilega.

Bíla atriðin, þessi tvö í svokallaðri hrollvekju um morðingja sem drepur með bílnum sínum, eru óneitanlega flott en þau eru of fá og of stutt og ná ekki að bjarga þessari hörmung.

Skelfilegt alveg. Ég bíð nú samt smá spenntur eftir Planet Terror því að maður hefur heyrt að hún sé betri af þessum tveimur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, hvur andsk... ég ætla nú samt að sjá Death Proof. Hina að sjáfsögðu líka. Er einmitt búinn að heyra að Death Proof sé allt frá algeru sorpi upp í gargandi schnilld.

Ingvar Valgeirsson, 29.7.2007 kl. 15:43

2 identicon

Ég fór einmitt á grindhouse tvíeykið úti og var mjög spenntur. Fake trailerarnir voru alger snilld og svo byrjaði Planet Terror sem mér fannst bara þrælskemmtileg, svo komu fleirri fyndnir fake trailerar og svo kom death proof og það lá við að ég sofnaði sko. Alveg sammála þér með hana. En ég mæli samt með Planet Terror, hún var mjög skemmtileg.

Pétur (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir að benda mér á dóminn þinn. Var ekki búinn að sjá hann. Það er svolítið merkilegt, en ég er sammála þér um samræðurnar; að þær eru engin gargandi snilld eins og í Reservoir Dogs og Pulp Fiction. Aftur á móti fannst mér þær gegna sínu hlutverki, og gerðu persónurnar raunverulegar og áhugaverðari fyrir vikið. Náttúrulega ef þú þolir ekki blaðrið, skil ég vel að þú hafir varla þolað myndina sjálfa. En það að blaðrið var ekki eftirminnilegt eða djúp speki um 'lágmenningu', en var frekar hversdagslegt; eins og maður gæti búist við að heyra ef maður hleraði svona stelpuhóp, gerði uppbygginguna bara ennþá trúverðugri. 

Ef þér fannst Death Proof meðal verstu mynda ársins, hafðirðu séð Pathfinder og Sunshine

Hrannar Baldursson, 5.8.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ekki séð Pathfinder en Sunshine er mjög góð að mínu mati. Langt síðan að alvarleg vísindaskáldsaga í anda 2001 hefur komið.

Ómar Örn Hauksson, 5.8.2007 kl. 19:05

5 Smámynd: Ólaf de Fleur Jóhannesson

Sæll minn kæri, hef ekki séð myndina, en sendi þér gott knús maður. :)

Ólaf de Fleur Jóhannesson, 10.8.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband