The Great Matt Damon Swindle!

Iii nei. Matt Damon var ekki á djamminu hér á landi fyrir stuttu. 

Fyrir nokkrum vikum var ég á ralleríi með félögum í heimahúsi og seinna meir kitlaði það okkur að fara í bæinn á öldurhús. Skemmtistaðurinn sem varð fyrir valinu var Sirkus enda afskaplega þægilegt að stunda þann stað núna eftir reykingabannið. Opið er út í garð og á góðviðrisdegi sem þessi var getur maður slappað af undir berum himni með ölsara í hönd.

Við vorum þrír félagarnir og af einhverri ástæðu fórum við að tala um Matt Damon. Okkur datt í hug að athuga trúgirni íslenskra djammara með því að spyrja alla hvort þeir hafi séð Matt Damon á Sirkus, enda hafa þær stjörnur sem hafa raunvörulega djammað á landinu oftast kíkt þangað inn, enda inn staður. 

Við hófum að tala mikið um myndir leikarans og í hvert skipti sem nafnið hans kom upp hækkuðum við róminn svo að það yrði greinilegra. Svo þegar við komum inn héldum við því áfram og spurðum alla sem við þekktum hvort þau hafi ekki örugglega séð hann vera að kaupa sér bjór. Margir urðu hissa og hlupu inn til þess að sjá stjörnuna og hafa örugglega haldið að hann væri rétt farinn eða á klósettinu. Svo tók ég mig til og sendi SMS á þá sem ég þekki og eru "þekktir" í þjóðfélaginu, þar á meðal nokkra fjölmiðlamenn og konur.

Við héldum leiknum áfram um stund en svo nenntum við því ekki lengur og djammið hélt áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Við vildum með þessu athuga trúgirni íslendinga og sérstaklega fjölmiðla þegar kemur að súperstjörnum sem heimsækja land og öl. Svo vorum við líka drukknir og fannst þetta fyndið.

Við státum okkur alltaf af því að stjörnur geta labbað óáreittar um götur borgarinnar en svo elta fjölmiðlar þær um á röndum eins og versta slúðurblað frá Bretlandi.

Ekkert bar á "fréttinni" fyrstu dagana en svo poppaði þetta upp í DV í þar síðustu viku. Í gær birtist svo aftur klausa um þetta í DV þar sem að nú hefðu þeir áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hafi verið á klakanum með Íslenskri stúlku sem væri á leiðinni til Ítalíu með kappanum. Það er ekkert annað. Svo í Blaðinu í dag ganga þeir svo langt að koma með fréttir af því að sjálfur George Clooney hafi fengið sögur frá Damon kallinum og væri á leiðinni til landsins. Alveg ótrúlegt helvíti.

Matt Damon hefur samt held ég komið til landsins einu sinni, þegar leikaraliðið millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið til Ítalíu að leika í Ocean's 12, fyrir svona tveimur árum síðan. Mig minnir að hann hafi verið í þeim hópi en mér gæti skjátlast.

Við þykjumst vera með svo þykkan skráp varðandi stórstjörnur en í raun höldum við ekki vatni yfir þeim og viljum ólm komast eins nálægt þeim og við getum. 

En tilraunin heppnaðist afskaplega vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL!  Snilldar uppátæki hjá ykkur félögum.

Ragga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 12:11

2 identicon

Haha.. djöfull eruði flippaðir, gaman að þessu.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 15:18

3 identicon

Mér finnst ömurlegt að plata fólk svona. Ég veit um fullt af fólki sem eyddi kvöldinu í að reyna að finna kallinn - æddu á milli staða en fundu hann auðvitað aldrei. Þetta skemmdi auðvitað kvöldið fyrir fólki og mér finnst að þið ættuð bara að skammast ykkar. Það er ekkert fyndið að gera grín á kostnað annarra!

Haukur (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 18:08

4 identicon

Snilld hehe sýnir hversu einfaldir Íslendingar eru þó þeir þykist ekki skipta sér af fræga fólkinu og stjörnunum.

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband