Af hverju látum við vaða svona yfir okkur?

Hvernig stendur á því að Íslendingar láta sig hafa það að borga hæsta matarverð í Evrópu, ef ekki í heiminum sérstaklega í ljósi þess að nýverið lækkaði VSK á matvælum sem átti að koma neytandanum til góðs. En nei. Þessir fáu sem sjá um innflutning á matvælum hækkuðu þá bara verðið til þess að koma á móts við þessar krónur sem þeir hefðu annars tapað.

Og hvað gera neytendur? Nákvæmlega ekki neitt, í versta falli hrista þeir höfuðið og muldra eitthvað þegar þeir horfa á verðmiðann svona rétt áður en þeir stinga vörunni í innkaupakörfuna. Þetta hefur maður sjálfur gert og hefur séð aðra gera marg oft. Hvers vegna erum við Íslendingar svona hræddir við að mótmæla einhverju fyrir utan virkjanir og hundamorðum? Stór hluti af þeim sem mótmæltu Kárahnjúkum voru útlendingar sem þurftu að mótmæla fyrir okkur. Hversu sorglegt er það?

Af hverju getum við ekki verið eins og Frakkarnir sem kalla til harðra aðgerða um leið og yfirvaldið eða þeir, sem gerast sekir um að brjóta á réttindum annarra, klúðra málunum. Af hverju sniðgöngum við ekki vörur sem þessi bölvuðu fyrirtæki flytja inn? Af hverju gerum við ekki eitthvað andskotinn hafi það!?

(Ég veit að það er hálf asnalegt að nöldra yfir því að fólk nöldri bara yfir því órétti sem er látið ganga yfir það en ég hef ekki tíma til neins annars. Ég er að fara kaupa mér 32 milljón króna íbúð.) 


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Og leigir hana svo út til að eiga fyrir matarreikningnum?

Billi bilaði, 13.7.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Ég var í Svíþjóð og fór og keypti í matinn, keypti ca 10 kartöflur, 2 box af jarðarberjum, 1 box af bláberjum, 4 perur, 5 appelsínur, slatta af sveppum, tómata, banana og salat og þetta kostaði allt saman ca 450 kr ISK, það hefði rétt svo dugað fyrir einu boxi af bláberjum í Nóatúni!!!! Amplified Demon!!

Til hammara með íbúðina, þú hefur ákveðið að flytja úr skápnum.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 13.7.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski afþví við erum svo einangruð að það er erfitt að mótmæla. Hugsunarháttur okkar einangrast kannski enn mikið af því að við erum einangruð eyja sem hefur lítið val.   

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 16.7.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband