Svar mitt sem Jón Valur eyddi út af síðunni sinni.

Mér finnst alveg sérstakleg breiður hópur fólks sem skrifar hérna á mogga blogginu og minnir margt á Þjóðasálina gömlu á Rás 2. Hér hinsvegar fær fólk að segja það sem það vill og er ekki hindrað af tíma eða orðaflaumi.

Jón Valur Jensson er "sann kristinn" maður, það er að segja að ýtir undir fordóma gagnvart minnihluta hópum og finnst að heimurinn eigi að snúast um sýn lífs viðhorf og sinna trúarfélaga. Hann blandar kristnum gildum í allar umræður eins og það komi málinu eitthvað við og nú nýlega fjallaði hann um þá “firru” að borgin skuli voga sér að styrkja samtök samkynhneigðra. Hann fer mikinn í hatri sínu gagnvart hommum og lespíum enda sannur boðberi kærleiks og friðar hinnar kristnu kirkju.

Reyndar er það svo að Jón Valur er með eindæmum hrokafullur maður og lítur niður á alla þá sem eru ekki sammála honum, segir að þeir viti ekkert í sinn haus af því að hann er guðfræðingur. Hann ávarpar alla í þriðju persónu eins og hann sé að tala fyrir fullum sal en ekki beint til þeirra manneskju sem hann er að svara. Væntanlega er það gert til þess að æfa sig fyrir  þingmennsku sem hann greinilega dreymir um enda einn af forsvarsmönnum, ef ekki stofnandi Kristins Þjóðarflokks. Svona menn fara í mínar fínustu. Menn sem álíta sig betri en aðra vegna trúar sinnar og allir aðrir hafa rangt fyrir sér.

En hvað um það. Ég gerðist svo kræfur að svara einu af hans kommenti og benti á hræsnin í orðum hans þegar hann gerði lítið úr hópum sem tala fyrir sínu máli. Fór það svo að orð mín voru strokuð út af því að hann leit á þetta sem persónulega árás. En með nýjustu tækni (Back takkanum á vafranum) náði ég í svarið mitt og birti það hér ásamt hans orðum. Gekk ég of langt?

 

Hans komment: Á vefsíðu "Kristinna stjórnmálasamtaka" rakst ég á grein undir nafninu "Hugleiðing um sefjunarstjórnmál fyrir kosningar", þar sem segir m.a.: "Í sefjunarstjórnmálum hafa skynsamir menn fyrir lifandis löngu lært að meiri hluti þeirra sem opnar munninn, talar eingöngu fyrir hönd síns hagsmunahóps, kynnir sitt þrönga sjónarhorn eins og lögmaður fyrir rétti. Auðvitað er þetta kostulegt. Eg tala nú ekki um ef hægt er að láta líta svo út sem þessi hópur sé fórnarlamb.

Mitt komment: Og hver er þá munurinn á þér og þessum hópum? Þú ert með einstaklega þröngt sjónarmið, talar eingöngu fyrir hönd allra kristinna manna og álítur að íslenkst þjóðfélag og Kristin gildi séu fórnarlömb samkynhneigðra sem þú telur tröllríða þessu þjóðfélagi.

Ég skil bara ekki, og þetta á ekki bara við þig heldur aðra af þinni trú, hvernig hópur sem telur sig vera boðbera kærleika og friðar skuli efla svona hatrama baráttu gegn hópum sem passa ekki inn í ykkar heimsmynd af því að rit sem þið kjósið að túlka eftir hentugleika segir í einni línu að menn skulu ekki liggja með öðrum mönnum. Hvar er kærleikurinn? Af hverju hatar þú homma og lespíur? Þau eru, samkvæmt þinni trú, komin af Guði og ættu að vera virt sem slík. Satan hefur ekkert með þetta að gera og það er ekkert samkynheigt samsæri í gangi. 

Verst af öllu er að þú ert að etja vonlausa baráttu. Þú og þínir munu aldrei losa heiminn við samkynhneigð. Þið verðið bara að læra að lifa með því. Þetta er eðlilegur hlutur og hefur ekkert með trú eða kristileg gildi að hafa.

Enginn virðir þann mann sem heldur að hann sé hafinn yfir aðra og vill segja þeim fyrir verkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég myndi nú ekki eltast við svona tittlingaskít. Úps, afsakið seinheppni í orðavali.

Nú vil ég ekki dæma um þennann mann sem er með hvítann kraga og íklæddur svartri kápu, ég bara þekki þessa elsku ekki neitt, en það er nú jú til fullt af hommahöturum. Sumir bara með einhverja fóbíu, sem er sálrænn kvilli. Sjálfur er ég ekki hommi en finnst hommar bara (flestir) svo skemmtilegir og oft miklu meiri karlmenn en svona venjulegir durgar með mannastæla. Er á þeirri skoðun að það þurfi töluverðann kjark til að geta lifað sem hommi í því samfélagi sem við búum í, jafnvel þó flestir séu nú með góðann skilning á að ekki séu allir bakaðir í sama súkkulaðikökuforminu.

En presturinn er ábyggilega með sál og kannski viðkvæmur. Best að fara gætilega að honum og finna mannlegu hliðina.

Skemmtilegt innlegg Ómar, by the way!

Ólafur Þórðarson, 25.3.2007 kl. 05:24

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Cést le fasisme!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.3.2007 kl. 05:47

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Er Jón nokkuð búinn að "bannfæra" þig eins og mig?     Hvílíkur jólasveinn!     En nei...hommahatari er hann ekki sko!  Ég er hálf miður mín yfir að hafa haldið því fram...kannski ætti ég að iðrast og byðja hann afsökunar og fara með 50 maríubænir?

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 06:35

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyrru, það er eitt.

Lespíur heita öðru nafni stúdínur, les-píur.

Lesbíur eru nefndar eftir grísku kvennaeyjunni Lesbos.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.3.2007 kl. 06:46

5 Smámynd: AK-72

Er búinn að fylgjast með þessum umræðum þarna og gat nú ekki séð að þessi komment þinn flokkaðist undir þessa skýringu Jóns:"Ómar Örn kom hér enn með póst í nótt, en virðist ekki hafa lesið það ákvæði, sem blasir við efst í vinstra horni síðu minnar (og ég hafði reyndar aukið við í gær, að gefnu tilefni): "Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar eða óheflaðar persónuárásir." Undir þetta (dónalegar persónuárásir) féll póstur hans og var því felldur niður."

Reyndar tókst Jóni allavega eitt: að minna mig á að drulla mér niður á Hagstofu og segja mig úr þjóðkirkjunni sem fyrst. 

AK-72, 25.3.2007 kl. 09:33

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Ég held að þessi umræða sé einfaldlega "gömlu" og "nýju" viðhorfin að takast á. Ljósið speglar þeim upp á yfirborðið svo við getum skoðað þau og myndað okkur nýja skoðanir á þessu. Við erum að Upplýsast! - Allt er af sama Ljósi - we are all one!

Búin að segja mig úr þjóðkirkjunni.

Vilborg Eggertsdóttir, 25.3.2007 kl. 14:32

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér, sem trúuðum manni, finnst ákaflega sorgleg staðreynd að þeir sem hæst hafa og skipa sér mest í fylkingarbrjóst fyrir kristna eru þeir sem síst allra ættu að gera það. Sorglegt að menn þurfi að vera með forsjárhyggjuviðbjóð í þessum geira líka.

Sú ákvörðun borgarstjórnar að styrkja Gay-pride er væntanlega eingöngu viðskiptalegs eðlis (fyrir utan jú að kaupa sér atkvæði, því atkvæði hinna snaröfugu eru ekki verri an annara), því hátíðin laðar að sér talsvert af erlendum ferðamönnum og það fer síst minnkandi. Gaman að þvi.

Ingvar Valgeirsson, 25.3.2007 kl. 15:24

8 identicon

Mjög sammála þér... gott innlegg. En svona fyrir þá sem ætla að hlaupa úr Þjóðkirkjunni þá er Jón Valur Jensson kaþólskur guðfræðingur og tilheyrir ekki þjóðkirkjunni.

Ásdís (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:47

9 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það er rétt Jóna, en stundum getur maður ekki staðið á sér þegar menn tala svona.

Ómar Örn Hauksson, 25.3.2007 kl. 23:40

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sá í gærkvöldi að ég hef sjálfur lent í þessum gaur. Hann þurrkar út innlegg mín og setur svo svar við þeim sjálfur!

"Þessi sem kallar sig veffara...bla bla .... " og heldur svona einræðu þrátt fyrir að fólk geri honum þann greiða að setja inn komment.

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/145474/

Maðurinn er ekki í lagi, að vera svona mikill hrokagikkur gagnvart fólki sem er að heimsækja hann. Strokar út innlegg þeira og svarar þeim fullum hálsi. Kommon!

Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 02:53

11 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Mér finnst þetta bara nokkuð gott hjá þér Ómar, og þú beinir einmitt orðum þínum í hárréttan farveg og hittir Jón Val þar af leiðandi fyrir þar sem hann er veikastur í rökfærslunni. Jón hefur auðvitað strokað þetta komment út því það hentar ekki hans veika málstað.

Þó vil ég að því sé haldið til haga (verandi prestur í þjóðkirkjunni) að Jón Valur er ekki prestur, þó hann sé guðfræðingur, og eftir því sem ég best veit þá er hann heldur ekki í þjóðkirkjunni.

Guðmundur Örn Jónsson, 28.3.2007 kl. 20:26

12 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Jú það er rétt. Hann er ekki prestur og hann er aktívur kaþólikki. 

Ómar Örn Hauksson, 28.3.2007 kl. 21:12

13 Smámynd: Eva Björk Ægisdóttir

Skemmtilegar pælingar :)

Varð að kíkja á þennan bloggara og er sammaála ykkur í öllum atriðum.

Leiðinlegt þegar fólk upphefur sjálft sig það mikið að það gerir lítið úr fólki eða skoðunum þeirra.

Eva Björk Ægisdóttir, 29.3.2007 kl. 08:22

14 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er ábygilega ekkert grín að vera svona nálægt sjálfum Guði.

Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 15:24

15 Smámynd: Hafþór H Helgason

Það er merkilegt hvað trúabrögð geta eyðilagt eitthvað eins fallegt og trú.  Ef guð væri hinn mikli kærleikur myndi hann segja "já ég elska alla nema, (smáletrið) homma, gyðinga, blökkumenn..., ég var á tónleikum fyrir viku á Nasa, eitt textabrotið um Jesús frá hljómsveitinni Vilhelm var eins og talað úr mínu hjarta "He gave us love but we gave it up for the power above"

Hafþór H Helgason, 29.3.2007 kl. 23:07

16 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

er þetta ekki bara spurning um að krosfesta gaurinn?

aftanfrá?

svona í anda páskanna..?

Gaukur Úlfarsson, 30.3.2007 kl. 01:01

17 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gaukur !

 

Ólafur Þórðarson, 30.3.2007 kl. 02:43

18 identicon

 

Sæll Ómar.

Það er rétt hjá þér að jón sé  ekki prestur og hann er kaþólikki.

Hann er með mjög ákveðnar skoðanir í flestum málum, en það eru líka oft hressilega umræður á síðuni hjá honum. 

Örn Gunnarsson

Örn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 08:05

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón Valur vill vera góður og Guði þókknanlegur...en kannski er hann í skápnum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2007 kl. 15:07

20 Smámynd: Finnur Torfi Gunnarsson

Ég lenti eitt sinn á þessari síðu Jóns Vals og sjaldan hef ég orðið jafn reiður við tölvuna. Sú reiði jókst svo þegar ég las athugasemdirnar þar sem hroki Jóns Vals er í hámarki. Þvílíkur vitleysingur! Ég ætlaði að skrifa athugasemd en hætti við á síðustu stundu þar sem ég var of reiður til að skrifa.

Þetta svar þitt Ómar er magnað. Þú átt hrós skilið fyrir tilraunina.

Finnur Torfi Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 11:59

21 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ómar R. Valdimarsson er að leika sama leik við mig. Ég skrifaði ósköp eðlilegt innlegg hjá honum og hann eyddi því undir formerkjum nafnleysis og ósmekklegheita.

Les: "Rangar skoðanir, góði!"

Næst verður það að gyðingum og hommum verður ekki leyft að skrifa þarna og bæði þessi Ómar Valdimarsson og Jón búnir setja stopper á mig með að skrifa.

Áhugavert hvað fólk er fúlt.

Ólafur Þórðarson, 5.4.2007 kl. 03:48

22 identicon

Ég tek undir þetta sem Jóna sagði.. það er best að láta manninn eiga sig.. hann ýtir undir reiðistilfinningu hjá manni, tilfinningu sem maður vill ekkert með hafa..

Hef sjálf reynt að svara honum en hann hefur nú samt ekkert deletað mér... best að gleyma honum og nota blinda augað þegar skrollað er yfir bloggsíðurnar..  veit samt ekki hvað ég held það lengi út..

Ömurlegt að sjá hinn algóða Guð vera misnotaðan svona til þess að réttlæta fordóma.. Hvers á hann að gjalda.. uff..

Björg F (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband