Hard Gay Whooooooo!

fl20060319x1aÍ ferð minni til Japans síðasta sumar þá komst ég lítillega í kynni við persónuna Hard Gay. Japanir eru með mjög sérstakan húmor og þeir eru hrifnir af ýktum persónum og vitleysisgangi sem myndi flokkast undir “slap-stick” hérna á vesturlöndum. Einnig eru þeir afskaplega opnir fyrir allskonar flippi sem yrði seint leyft hér meðal okkar pólitískt rétthugsandi þjóðfélags.

Hard Gay er grínisti með aðeins einn brandar, hann klæðir sig upp eins og steríótýbískur leður hommi, segir whooo eftir nánast hverja setningu og hreyfir mjaðmirnar á eggjandi hátt. Maðurinn á bak við persónuna varð þekktur sem fjölbragðaglímumaður í þessum búning, er gagnkynhneigður og giftur glæsilegri konu. Hann er fáránlega vinsæll þarna úti og mér finnst hann hryllilega fyndinn á sinn asnalega hátt. Ég er þó alveg viss um að teprur hérna heima myndu fá hland fyrir hjartað að sjá þennan mann hnykkja mjaðmirnar framan í leikskólakrakka um leið og hann hjálpar þeim að komast yfir það að vera matvönd. Hann er einnig mikill baráttumaður fyrir því að samkynhneigðir í Japan fái viðurkenningu en Japan er ekki beint framarlega á þeim sviðum, eins opið og það er nú venjulega. Það er bara gott mál.

Hérna er linkur á slatta af videóum með honum á youtube.

Hard Gay Whooooo! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Gjörsamlega óborganlegur, ég grenjaði af hlátri yfir þessum ýktu leðurhommastælum

Svona gaur yrði aldrei hleypt inn í Stundina okkar, að minnsta kosti ekki ða meðan róttæku afturhaldsfeministarnir eru jafn háværar. Enda taka þær eflaust ennþá bakföll af hneykslan yfir mjaðahnykkjum Elvis Presley og eru óðamála á innsoginu um klámvæðingu og kvenfyrirlitningu...

En Hard Gay er sko minn maður

Víðir Ragnarsson, 24.3.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jæks!!! 

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 06:37

3 identicon

það er nú ekki hægt að segja neitt annað en MAGNAÐ!!!! Eftir að hafa horft á hann einu sinni situr hann bara fastur í hausnum á manni og maður verður bara að skoða þetta aftur. Bara til að athuga hvort að þetta sé raunverulegt.

Silli Geirdal (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband