Zero Pepsi?

Ætla aðeins að bæta inn í þessa Kók Zero umræðu sem hefur verið í gangi.

Núna rétt áðan var ég í Bónus á Laugarveginum að kaupa það nauðsinlegasta og eins og ávalt þá endaði ég ferðina í gos kælinum að ná í minn daglega brúsa af Pepsi Max. Ég tók eftir að Kók megin í rekkanum var búið að stafla upp skínandi fínum Coke Zero flöskum og auglýsingar þöktu allt saman. Ég glotti aðeins yfir hversu ótrúlega þeir reyna mikið að vekja á sér athygli, labbaði framhjá og beint í átt að Pepsíinu góða. En hvað? Pepsi rekkinn var gjörsamlega tómur, bara nokkrar dósir eftir.

Er herferðin hjá kók að skíta algerlega upp á bak þannig að það kaupir þetta ekki nokkur sál og fer frekar í Pepsíið? Mér þótti þetta miður því að nú varð ég að kaupa Coke Zero og sötra nú á því á meðan ég skrifa þetta. Fínn drykkur og nákvæmlega sá sami og Coke Light en samt ekki eins góður og Maxið.

Af skrifum fólks hér á blogginu þá finnst mér eins og að fólk sé mjög illa við þessa herferð og kjósi að sniðganga vöruna. Það væri forvitnilegt að sjá sölutölur hjá Vífilfelli og sjá hvort að þessi “stærsta herferð sögunar” hafi verið áhrifarík. Mig grunar ekki en forsvarsmenn Vífilfells muni aldrei viðurkenna það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eða kók hafi borgað verslunareigandanum fyrir að hafa lítið af Pepsi frammi svo allir verði að gera nákvæmlega eins og þú gerðir..fengir þér Zero kók?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Stundum virka bara auglýsingar ekki og sú er raunin með þessa coke herferð. Sama má segja um spron herferðina, alveg glötuð.....Lengi lifi sykurinn

Ómar Eyþórsson, 23.3.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband