Meira Action.

Tökum á stuttmyndinni lauk í gær morgun eftir þrjár tökunætur. Allir voru vel uppgefnir en hressir með gott verk. Allt lítur helvíti vel út og fara menn að eftirvinna kvikindið á næstunni. Ég er mjög spenntur að sjá loka útkomuna. Maður sat yfir leikstjóranum og horfði á skjáinn lýsast upp með fallegum tökum. Í einni tökunni þar sem leikarar öskra í skelfingu þá urðu smínkan og props stúlkan svo skelfdar að þær veinuðu með leikurunum, svo mikil var innlifunin. Það getur bara boðað gott.

Hérna er smá forsmekkur af ósköpunum.

small P1040082

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Blóðugt sem sagt.

Í Nóa Albínóa var of dýrt og erfitt að fá mikið af gerfiblóði, svo ég hrærði veggfóðurslím upp í stórum fanti og svo safnaði ég öllum rauðum matarlit á vestfjörðum til að blanda blóðið. Örlítið af mjólk til að gefa þessu massa. Ég hrærði þetta með berum höndum í brunafrosti fyrir utan húsið og svo var skvett. Annar leikarinn flissaði eftir tökuna og hún var ónýt ásamt 50 lítrum af blóði.  Við tók gríðarleg hreingerningarvinna og önnur blanda og þá tókst það, enda var það eins gott, því ekki var meira til.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Þesi stuttmynd er s.s. ekki í anda Sound of Music ... ókei

Rúnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Nei það er ekki mikið um söng og gleði í okkar mynd en það er nóg af fjöllum. Það er þó eitthvað.

Ómar Örn Hauksson, 9.3.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...slátrun?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband