Flugfreyja/Topp módel/Lögfræðingur/Sálfræðingur og djöfulli hress.

Á föstudagskvöldið lenti ég í skemmtilegu en einnig frekar sorglegri lífsreynslu.

Ég sat á einu öldurhúsanna með félaga mínum og kærustu og sötruðum á ólgandi bjór svona til þess að ylja beinin. Ég tók eftir ungri stúlku sem kom askvaðandi inn á staðinn og settist hjá mönnum sem sátu rétt hjá okkur. Stúlkan var greinilega ölvuð en afskaplega hress, brjóstgóð með eindæmum og alls ekki illa útlítandi. Þannig að það var svo sem ekki skrítið að maður tók eftir henni. Ekki veit ég hvað hún var að segja við drengina en hávær var hún og hress. Svo stóð hún upp, fór á barinn og hlammaði sér svo niður hjá okkur og spurði á lélegri ensku hvort hún mætti sitja hjá okkur. Við vissum eiginlega ekki hvað við áttum að segja en hún var ekkert að hlusta á okkur til að byrja með. Hún sagði okkur sorgarsögu um það hvernig einhver feitur ógeðskall hefði hent henni út af Óliver og sakaði hana um að vera 17 ára. “Lít ég út fyrir að vera 17 ára?” spurði hún og kippti opnum frakkan sinn og sýndi okkur þessi stóru brjóst sín sem greinilega höfðu verið keypt nokkru áður. Svo kom sagan um að hún væri búin að vera út í LA í fimm ár og að hún væri að vinna sem flugfreyja hjá Atlanta og væri afskaplega seinheppinn. Þetta sagði hún þegar hún missti sígarettu á gólfið og setti andlitið á sér næstum í klofið á mér við að ná henni upp. Kærastan var ekki alveg á því að þessi pía væri að angra okkur með þessari vitleysu og kallaði til dyravörð til þess að biðja hana um að færa sig. Stúlkan brást hin versta við, sagði að hún væri búin að búa í LA og væri topp módel, eins og það skipti einhverju máli. Svo kallaði hún okkur ógeðslega ljót og feit.

Tveir drengir sem sátu fyrir aftan okkur björguðu stúlkunni frá því að vera hent út og báðu henni sæti sem hún þáði og kallaði okkur ljót aftur. Dyravörðurinn vildi nú samt fjarlæga stúlkuna af staðnum vegna þess að hann efaðist um aldur hennar en þá sagði hún að hún væri lögfræðingur og myndi kæra hann ef hann snerti hana. Strákarnir misstu svo þolinmæðina og skildu hana eftir með tvö full bjórglös. Hress stelpa það. Á endanum var henni hent út en eftir það þá fengum við að vita frá einum barþjóninum að hún hefði sagt vera sálfræðingur og hefði sálgreint þjóninn þegar hann afgreiddi hana.

Mig langaði afskaplega að fylgjast með ævintýrum þessarar stúlku um kvöldið. Væri gaman að heyra hvað hún myndi segjast vera á öðrum stöðum. Læknir? Njósnari? Leikari? Hver veit. En það er gott að vita að Atlanta skuli ráða svona hæfileikaríkt starfsfólk.

Greyið stelpan segi ég bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta var bráðskemmtileg saga úr borginni.  Konan hefur náttúrulega með alla þessa menntun valið best launaðasta djobbið.  Flugfreyjur hljóta að vera á háum launum.  Stórskemmtilegur pistill.  Takk!

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 01:25

2 Smámynd: halkatla

tek undir með Jenný. 

halkatla, 12.3.2007 kl. 01:57

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góð saga. ummmm fullar íslenskar stelpur

Tómas Þóroddsson, 12.3.2007 kl. 02:02

4 identicon

já mar agalegt að sjá á hvaða hillu í lífinu hún Silvia Nótt er komin mar.. usss

dd-unit (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Blogg ársins. Mikið hefði ég viljað gefa fyrir að sjá þessa konu og hlusta á hana. Til hvers fer maður annars á bari?

Ólafur Þórðarson, 25.3.2007 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband