Action!

Búið að vera hressandi helgi. Ekki út af fylleríi eða einhverju svoleiðis, fór reyndar á eitt slíkt á föstudagskvöld.

Nei ég var og verð í kvöld, viðstaddur tökur á nýrri stuttmynd sem ég og félagi minn Ottó Geir Borg skrifuðum saman. Það er ekki á hverjum degi sem maður verður viðstaddur svoleiðis og bíó nördið sem ég er var skælbrosandi nánast allan tímann. Þetta er nefnilega ekki bara við tveir með litla kameru og vini og kunningja í hlutverkum. Nei þetta er alvöru dæmi, með sviðmynd, búningum, förðun, tæknibrellum og alvöru leikurum. Tæknifólkið er allt fag fólk og gott í sínu starfi og leikstjórinn reyndari en andskotinn. Gerist varla meira töff fyrir fólk eins og mig sem myndi sennilega sprauta kvikmyndum beint í æð ef það væri hægt.

Myndin verður nefnilega algjört einsdæmi í Íslenskri kvikmyndasögu. Það kann að hljóma stórt en þegar við horfum yfir Íslenska kvikmyndagerð þá er aðallega verið að ræða um drama, grínmyndir og misheppnaðar spennumyndir einstaka sinnum. Við ætlum að reyna að auðga flóru kvikmyndageirans hérna með okkar mynd, sem er bæði þjóðleg með eindæmum en ætti líka að höfða til áhorfanda, sem er okkar takmark. Við viljum fá íslendinga til þess að vilja sjá íslenskar myndir aftur og skemmta sér í bíó fyrst og fremst.

Það er of snemmt til þess að ræða um innihald myndarinnar eins og er en maður droppar kannski við seinna og lætur þá sem áhuga hafa fá eitthvað fyrir sinn snúð.

 

Ein spurning. Hvernig gæti maður þýtt yfir á ensku setninguna; Hvað ætlar þú að gera við þetta? Baka vandræði?

Er hér með leitað eftir þýðingu sem myndi innihalda einhverskonar tilvísun í kökugerð og kökukefli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er spenntur!  Væri hægt að fá sýnishorn af þessum pilot hér á bloggið?  Það er uppörvandi að heyra að enn eru eldhugar til sem vilja efla þessa listgrein hér. Til hamingju  með þetta.

Er ekki eitthvað term á amerísku um að stíga í deigið? Svo er til eitthvað súkkulaðibakkelsi sem heitir truffle sem nota má sem tilvísun í trouble.  (You would´nt be planning to make any truffle with this?)

Samhengið verður eiginlega að vera  með til að koma höndum á svona. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Já góð þessi truffle lína. Pæli í henni.

Það tekur næstum tvo mánuði að full klára dæmið. Við kláruðum í morgun eftir þrjá daga af nætur tökum. Alveg bjútiful stöff. 

Ómar Örn Hauksson, 6.3.2007 kl. 10:46

3 identicon

You gonna bake some troubles with that thing!?! Óþarfi að leita nokkuð lengra, svarið er komið! :)

 Má ég leika leigubílstjóra eða gaurinn sem segir hvað klukkan sé? Ég væri tilvalinn í það...

Baddi (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ein tillaga, "what are you gonna make with this, trouble?". Dáldið beitt, mildara væri, "do you intend to cause trouble with this?". Ég veit ekki hver karakterinn er og því erfitt að átta sig á tóninum. Nema að það sé raunverulegur bakstur í gangi, þá gæti þetta verið "are you going to use that rolling pin for trouble or what it was intended for?".

Ingi Geir Hreinsson, 10.3.2007 kl. 11:14

5 Smámynd: Valdís Alexía Cagnetti

"Whatcha gonna do with that, cook up some trouble?"  bara hugmynd, þar sem hugtakið "cookin' up trouble" er þekkt í Bandaríkjunum. Annars langaði mig bara að segja frábært framtak hjá ykkur og gangi myndinni sem best. :) 

Valdís Alexía Cagnetti, 11.3.2007 kl. 23:14

6 Smámynd: AK-72

Helvíti kúl að þetta sé komið af stað, frétti svo að þið Grotti hefðuð verið í viðtali hjá Mogganum út af þessu. Var það eitthvað almennilegt eða örfáar línur?

 Aggi

AK-72, 16.3.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband