28.6.2007 | 09:40
Örstutt Jól Stikkla
Þeir sem hafa lesið Blaðið í dag hafa ef til vill rekist á klausuna um stuttmyndina sem ég skrifaði ásamt Ottó félaga mínum og fjallaði um hérna fyrir nokkrum mánuðum.
Myndin fjallar um lítinn hóp ungs fólks sem lendir í því að jólasveinn einn kemur í heimsókn til þeirra og hrellir þau með skelfilegum afleyðingum. Allt mjög blóðugt og ógeðslegt.
Partur af útskriftarverkefni mínu var að gera plakat fyrir stuttmyndina og ég sýndi einnig treiler fyrir myndina sem fór mjög vel í fólk.
Hérna geta þeir sem ekki hafa séð þetta kíkt á herlegheitin.
Stuttmyndin er að klárast í klippi og svo verður farið í hljóðvinnslu eftir það.
Athugasemdir
Snilld! Hlakka til að sjá.
Ævar Þór (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 01:23
Flott myndataka, klipping og hljóðsetning. Scary hugmynd.
Hrannar Baldursson, 10.7.2007 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.