Glllllaaaaaataðððð

Mikið djöfulli lenti ég í leiðinlegri lífsreynslu í gær.

Fór í skólan til þess að vinna í lokaverkefninu eins og ég hef gert síðustu vikur nema hvað að harði diskurinn sem ég geymi ALLT sem ég hef gert fór ekki í gang og er tvísýnt um framtíð hans.

Ef svo fer þá er öll vinna sem ég hef gert síðustu þrjú árin horfin, þar á meðal lokaverkefnið og plakat sem ég var að vinna í og átti eftir að skila.

Ömurlegt helvíti.  Ég vona samt að það sé hægt að bjarga þessu en ég er samt byrjaður upp á nýtt á lokaverkefninu. Helvíti gott það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er grautfúlt að svona komi fyrir. Fékk vírus 2002 sem þurrkaði út 60% af dótinu á harða drifinu. Það var agalegur andskoti og mikið setback. Þá fékk ég mér svona

http://www.zipzoomfly.com/jsp/ProductList.jsp?ThirdCategoryCode=110904&SortBy=A

Og nota með reglulegu millibili, einu sinni á dag ef ég er á kafi í djobbi, 1-2 vikna fresti ef lítið er að gera.

Þú getur fengið einhvern til að ná efninu af disknum. Kostar smá, væntanlega. 

Bestu kv.

Ólafur Þórðarson, 18.4.2007 kl. 13:07

2 identicon

Ég finn til með þér því að það kostar slatta að endurheimta gögn af biluðum disk.

Ég missti disk og það kostaði um 150 Þúsund kall að ná gögnunum af disknum. Mæli með að hafa samband við http://www.ontrack.co.uk/ og biðja þá um að skoða diskinn. Þessir eru með þeim fremstu í heiminum í data recovery og Þú borgar smá upphæð fyrir að fá þá til að skoða diskinn (100 pund minnir mig) og þeir senda þér til  baka skýrslu með upplýsingum um hverju er hægt að bjarga og hvað það komi til með að kosta. Þá getur þú tekið ákvörðun um hvort þú viljir láta þá ná í gögnin eða ekki.

Sturla H. Einarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 15:02

3 identicon

Djöfulsins bömmer er þetta!! Vonandi nærðu að redda einhverju af þessu til baka. Hef heyrt að rauðhærður rafvirkjavinur okkar sé mjög slyngur í tölvumálum!!

good luck

rocco 

Sverrir Þór Viðarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband