1.3.2007 | 19:11
Hugsaðu eins og Katrín Anna Guðmundsdóttir annars bannar hún þig.
Katrín Anna Guðmundsdóttir hvetur fólk til þess að hugsa með blogginu sínu. Það heitir nú einmitt Hugsaðu og maður hefði haldið að manneskja sem setur þetta fram hvetti til sjálfstæðar hugsunar, valið um að komast að sinni eigin niðurstöðu og halda henni uppi. Innihald síðu hennar gefur samt til kynna að það liggi einhver kaldhæðni í þessum titli.
Í dag bauð hún upp á skoðana könnun til þess að athuga hvort að fólkið þarna úti væri ekki örugglega á sama máli og hún þegar kemur að kynferðislegu frjálslyndi. Hún orðar þetta hinsvegar svona Hvað er kynferðislegt frjálslyndi í þínum huga? Takið eftir að ég feitletraði í þínum huga. Svo bíður hún fólki upp á fjölbreytta valmöguleika um það svar sem í þeirra huga passaði við þeirra skoðun.
Þetta voru valmöguleikarnir.
1. Að kynlíf sé falleg tjáning á milli tveggja eða fleiri einstaklinga sem ganga jafnir til leiks og hafa yfirráðarétt yfir líkama sínum sjálfir. (ekkert athugavert við þetta)
2. Að verja rétt einstaklinga til að horfa á konur kallaðar druslur, hórur og tíkur á meðan brundað er framan í þær í kynlífsathöfnum. (Jæja já)
Skemmtilega orðað finnst ykkur ekki? Ekki er hægt að velja neinn millilið, bara svart og hvítt. Hvað mynduð þið kjósa? Það er voðalega lítið sem fólk sem er ekki svona róttækt hefur um að velja og er því ekkert á boðstólum sem er í þeirra huga svar við kynferðislegu frjálslyndi.
Ég, klámhundurinn sem ég er og verjandi barnakláms eins og hún orðaði það gaf skoðun mína á þessari fáránlegu orðaðri spurningu og benti á að eins mikið og henni líkaði illa við það þá væru til fólk, konur og karlar sem hefðu gaman af hörkulegu og sóðalegu kynlífi. Það eru til konur sem finnst æsandi að láta kalla sig öllum illum nöfnum á meðan kynlífi stendur og karla líka. Ég tók dæmi um stúlku sem ég þekki sem vill láta slá sig utanundir á meðan mökum stendur og tók það einnig fram að kærastinn hennar fannst það óþægilegt og vildi ekki gera það, sem er fullkomlega skiljanlegt, þætti það hálf óþægilegt sjálfur. Ég benti henni á BDSM sem gengur út á drottnun, undirgefni, sársauka í sumum tilfellum og niðurlægingu. Þetta er fólk sem hefur gaman af sínu kynlífi og ég spurði hana hvort að þetta lið væru pervertar í hennar augum. Ég sagði að í mínum huga væri kynferðislegt frjálslyndi að stunda það kynlíf eins og manni sýndist, svo framarlega að þér og félaga þínum fyndist það gott. Hvort sem þú villt láta brunda framan í þig, láta kalla þig druslu eða láta slá þig í framan. Þér er frjálst að stunda það kynlíf sem þér finnst gott. Það er kynferðislegt sjálfræði. Hefur ekkert með klám að gera.
Ég skrifaði þessi skilaboð á síðuna hennar og ég vissi að hún ætti það til að stroka út þau komment sem henni líkaði ekki við en ég reyndi að skrifa þau á vitsmunalegan hátt þannig að þau liti ekki út eins og einhver gelgju bjáni sem bölvar öllum femínistum á netinu hefði skrifað þau. Það eru hálfvitar sem gaspra út um rassgatið á sér og ég get svo sem alveg skilið að henda slíkum kommentum þar sem þau eru bara gerð til þess að hrista upp í lesendum en bæta engu við umræðuna. En nei. Klukkustund síðar skoðaði ég síðuna hennar aftur og sá að ekki aðeins var hún búin að fjarlæga kommentið mitt heldur var hún búin að banna mig frá síðunni. Ég get sem sagt ekki haft mína skoðun lengur á hennar svæði vegna þess að það verður sennilega á skjön við hennar eigin. Ekki nóg með það heldur kallaði hún mig verjanda barnakláms sem er svolítið einkennilegt þar sem ég varði ekkert barnaklám í mínu svari, minntist ekki einu sinni á það og færi aldrei að verja það. Þetta sagði hún.
Er gjörsamlega búin að fá nóg af fólki sem ver vísanir í barnaklám... Eins og ég hef sagt áður þá verður mitt blogg ekki vettvangur fyrir slíkt og ég gæti jafnvel tekið upp á því að banna komment frá þeim sem blogga um slíkt... tók reyndar upp á því rétt í þessu...
Ég og annað fólk má sem sagt ekki hugsa lengur. Við megum ekki vera með okkar eigin skoðanir, við megum ekki andmæla henni á neinn hátt sem gæti skaðað hennar skoðanir og þeirra í kringum hana. Við eigum að halda kjafti og hana nú. Þar fór gott lýðræði í hunds kjaft.
Þetta eru náttúrulega þekktar aðferðir þrýsti og öfgahópa. Drekkja öllum öðrum skoðunum, til fjandans með sjálfstæða hugsun, það sem við segjum mun ráða. Hagræðum upplýsingum í okkar þágu, segjum nógu oft að meirihluti landsmanna sé með okkur á bandi og þá fer fólk að trúa því, þótt að tölur sýni annað.
Fólk eins og Katrín Anna eru ástæðan fyrir því hversu slæmt orð femínistar eru að fá á sig þessa dagana. Þú verður að sætta þig við að fólk hefur aðrar skoðanir og þú og ef þú ætlar að láta taka þig alvarlega verður þú að taka tillit til þess, hversu ósammála þeirra skoðunum þú ert. Það er lýðræði. Annað er kjaftæði.
Titill síðu Katrínar ætti frekar að vera Hugsaðu...eins og ég.
Athugasemdir
Vaðandi snilld Ómar.
Ehm, brundkveðjur?
Ólaf de Fleur Jóhannesson, 1.3.2007 kl. 19:19
Góðar athugasemdir Ómar en þetta kemur mér ekkert á óvart. Róttækir feministar vinna hörðum höndum að því að eyðileggja annars nauðsynlega jafnréttisbaráttu kynjanna með einstengishætti, frekju og heift.
Það eru ekki bara karlmenn sem lenda í þessu heldur líka þær konur sem voga sér að gagnrýna rétttrúnna. Þá er munnsöfnuðurinn heldur ekki sparaður. Meðal annars hafa þær konur (t.d. Nadine Strossen höfundur Defending Pornography) sem voga sér að hafa aðra skoðun verið kallaðar "The Porn industry's Wet Dream" eða annað álíka geðslegt.
Reyndar sýnir svona heift ekki annað en málefnafátækt róttækra feminista en það er annað mál...
Víðir Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 19:51
Rörsýni er þetta víst nefnt Hugsaðu...ekki.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:40
Vil taka fram að ástæðan fyrir því að ég setti bann á þig sem kommentara var ekki það sem þú skildir eftir á blogginu mínu, heldur þessi færsla hér á þínu bloggi. Mér finnst það alltaf góður mælikvarði á fólk hvernig það talar um Stígamót... konurnar sem gefa óendanlega mikið af sér í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Ég sá sjálf þessar umræddu síður sem Stígamót vísar í í fréttatilkynningunni sinni og það eru viðbjóðslegar myndir - með TILVÍSUNUM í barnaklám (orðið sem þú ritskoðar alltaf og sleppir að taka fram). Finnst þú skulda Stígamótum afsökunarbeiðni. Geri fastlega ráð fyrir að þessi athugasemd fái að standa þar sem þú hugsar ekki eins og ég...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 20:50
Heyr! heyr! Þetta eru þeir einstaklingar, sem þykjast tala fyrir munn feminista en því miður oftast í óþökk þeirra og eyðileggja friðsamlega baráttu þeirra. Það er sennilega bara eitthvað að heima hjá minni. 'Eg hef ekki kynnst svona ofstæki daglig dags á meðal þeirra sem ég umgengst.. Ég hef einmitt mótmælt þessum sleggjudómum á okkur karlenn, sem klámhunda og svín og frábeðið mér um að allur skógurinn skuli dæmdur út frá örfáum trjám.
Þessar extrem undantekningar, sem þessar heilögu kýr vilja nota sem algildingu á kynhegðun og löngum karlamanna, finnast vafalaust í þeirra hópi líka.
Þessi ómálefnalega framkoma minnir einna helst á trúboð Pápískunnar á miðöldum, þar sem menn voru útskúfaðir eða pyntaðir fyrir að hvá við vitleysunni sem kom frá vatikaninu. Jón Valur Jensson ofstækis trúarbloggari og bókstafshengill notar sömu aðferðir ef menn samsinna honum ekki. Hann bætir þó um betur og svarar kommentinu, leggur mönnum orð í munn og sakar um dónaskap og ofstæki en tekur síðan kommentið hins út og lætur viðbrögðin standa, svo það er engin leið fyrir fólk að sjá hvað verið er að leggja út af.
Þetta er náttúrlega bara púra geðveiki og vænlegast að vera ekki að atast í andlega sjúku fólki.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 21:01
Katrín.
Hvað er vísun í barnaklám?
Þú vilt halda því fram að einstaklingar sem klæða sig í búninga til þess að krydda upp á kynlífið verði til þess að fólk fari að nauðga börnum. Hversu ótrúlega firrt þarftu að vera til þess að halda þessu fram? Með þessu rökum ætti fólk að vera að skjóta hvort annað í hausinn daginn út og inn af því að það horfir á hasarmyndir. Fólk sem kennir kvikmyndum, tónlist eða bókum um glæpsamlegt athæfi sitt er skaddað fyrir og hvað sem er getur orðið til þess að það fari yfir um. Bítlarnir, Biblían, og bókin Catcher in the rye eiga það sameiginlegt að geðveikt fólk notaði það sem afsökun fyrir gjörðir sínar. Bloggið mitt og þitt getur jafnvel orðið til þess að einhver vitleysingur þarna úti sjái eitthvað í því sem enginn annar sér og gerir einhverja vitleysu. Fullorðnar konur sem klæða sig í krúttleg föt eru ekkert hættulegri náunganum heldur en fullorðnar konur sem klæða sig í hjúkkuföt eða bangsabúning. Þetta er fetish sem kemur fólki til. Þú skilur það ekki alveg eins og ég skil ekki fólk sem finnst það sexí að hafa mök klætt eins og bangsar og lukkudýr.
Þetta er jafn gáfulegt og þegar ákveðin kona í röðum Vinstri Grænna sagði að konur sem snyrtu á sér skapahárin væru að vísa í barnaklám. Algjör snilld.
Ómar Örn Hauksson, 1.3.2007 kl. 21:28
Eins og ég sagði þá eru mín mörk þegar fólk ver barnaklám eða tilvísanir í barnaklám. Það er eitthvað sem ég rökræði ekki við fólk. "Fullorðnar" konur sem líta út eins og 13 ára með smekk sem stendur á "I love my daddy" með pela, smekk og typpi í kjaftinum sem á að vera "snuð" er tilvísun í barnaklám - svona til útskýringar fyrst þú virðist ekki þekkja mörkin sjálfur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 22:27
Sjúkdómsgreining mín er þá varla svo fjarri lagi? Þvílíkt ofstæki og orðbragð.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 23:16
Mér er hætt að þykja fyndið þegar ég er kölluð geðsjúklingur fyrir að mótmæla og berjast á móti efni eins og því sem ég lýsti hér fyrir ofan - og var að finna í tengslum við klámhópinn sem var á leið hingað til lands. Það er akkúrat það fólk sem vill halda hlífiskyldi yfir fólki sem framleiðir og dreifir svona efni sem ég rökræði ekki við... hélt að það væru augljósar ástæður fyrir því en svo kom í ljós að svo var ekki.
Er enn að velta fyrir mér hvernig fólk það er sem finnst fólk sem framleiðir og dreifir svona efni frábært og æðislegt en fólkið sem mótmælir því geðveikt og ofstækisfullt... Já, stundum er ég á því að því miður hugsa ekki fleiri eins og ég.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 23:41
Það var enginn að halda því fram að þetta fólk væri æðislegt og frábært, það eru vitleysingar í hverri stétt. Það átti hinsvega allan rétt á að koma til landsins án þess að vera ófsótt eins og ótýndir glæpamenn og nauðgarar. Það er það sem við sjáum rangt við þetta. Mér er persónulega alveg sama hvort þetta þing hefði verið haldið eða ekki en þessar órökstuddu ofsóknir í þeirra garð fóru alveg út fyrir öll mörk.
Ómar Örn Hauksson, 2.3.2007 kl. 03:20
Ein skilgreining á geðveiki er að gera og segja sömuvitleysuna aftur og aftur og ætlast til að fá aðra útkomu. Átti ekki að vera fyndið né niðrandi heldur samúðarfullt. Þú lest eitthvað allt annað út úr tilsvörum fólks hér en ég sé og leggur því orð í munn, svo blinduð ertu í þessu hatri þínu. Hér er enginn að réttlæta klám heldur benda á augljós lagaleg og siðferðisleg mörk, sem þessi málflutningur hefur farið fram úr.
Þú villt væntanlega ekki fá réttafar kyndla og heygaffla hér í landið og færa dómsvaldið í hendur alþýðunnar eins og algengt var á miðöldum?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2007 kl. 11:21
Auðvitað er fullt af fólki sem er sammála þér Katrín Anna. Það skiptir mig ekki nokkru máli að eitthvað fólk sé að horfa á klám. En mér finnst, eins og þér, frekar súrt að fólki skuli ekki finnast neitt athugavert við það að boðið sé uppá efni þar sem er verið að leika ofbeldi gagnvart börnum í þeim tilgangi að koma einhverjum til. Kynlíf með börnum er auðvitað ofbeldi. Þegar fólk í klámmyndum er farið að leika börn hlýtur það að teljast frekar sjúkt, óháð raunverulegum aldri klámleikaranna sjálfra. Sjálf fór ég að skoða þetta þegar ég heyrði minnst á barnaklám, átti erfitt með að trúa því að boðið væri uppá myndir af ofbeldi gagnvart börnum. Ég fann auðvitað ekkert slíkt en það var MJÖG auðvelt að finna fullorðið fólk leika börn.
Annars finnst mér þessi með eða á móti klámi umræða kjánaleg. Í hvorn flokkinn ætli ég verði sett?
Og já, bara til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég alveg RÓLEG. Finnst alltaf fyndið hvað oft er gengið að því sem vísu að konur séu æstar þegar þær tala um klám eða jafnrétti.
Vaff, 2.3.2007 kl. 17:07
Eitt sem Katrín Anna sagði er merkilegt: "Mér finnst það alltaf góður mælikvarði á fólk hvernig það talar um Stígamót... konurnar sem gefa óendanlega mikið af sér í baráttunni gegn kynferðisofbeldi." - Frábært þær geri það. En hvað eru þær að velta kynferðislega opinskáu efni svoan mikið fyrir sér? Næ ekki þessum punkti. Annað með viðmið frá Stígamótum. Er það gott viðmið? Þeir sem vinna á slíkum stað verða örugglega ofurviðkvæmir fyrir öll sem hægt væri að túlka á einhvern hátt sem kynferðislega misnotkun. Allavegna er ég mjög hissa hve svart-hvítt allt er sem þaðan kemur og virðist alltof oft varða venjulegt fólk sem er ekki í neinu ofbeldi en hefur gaman af að njóta fjölbreytileika mannlífsins. Það er einhver brenglun í gangi ef ekki er hægt að una heiðvirðum borgurum að njóta lífsins nema upp komi ásakanir um ofbeldishenigð og annað sem gerir heiðvirða borgara orðlausa.
Önnur samlíkingin við Stígmót er t.d. SÁÁ sem hafa göfugan tilgang. Því miður sjá helstu talsmenn þess vín aldrei nema í ljósi misnotkunar. Þegar ég fæ mér rauðvín þá vil ég gjarna vera í friði fyrir þeim. Þannig er það nú.
Má ég þá frekar biðja um viðmið frá t.d. Jónu Ingibjörgu og slíku kunnáttufólki um hvað telst vera gott og gilt í dag og með þekkingu á fjölbreytileika er varðar kynhegðun. Já, þetta finnst mér hljóma skynsamlegar.
Kveðja
Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 01:45
perrinn í mér naut þess að lesa þessa færslu en rosalega hneykslast ég á því að fólk sé svona miklir perrar úff segi ég bara, hehe.... en ég er sammála þinni skilgreiningu á kynferðislegu frjálslyndi. Katrín Anna skrifar oft flott um sínar skoðanir en ég er mjög hneyksluð að heyra að þitt flotta og fína komment hafi verið útilokað, og enn meira hneyksluð á því að þú hafir verið settur í bann. Hólí shit hvað það er of langt gengið!!! Alveg sama útá hvað það gengur, ég myndir aldrei setja neinn í bann og skil bara ekki svona. Væri ekki bara málið að draga aðeins í land og gerast vinir? Það er augljóst hvert ykkar þarf að taka fyrsta skrefið, en vonandi biðst Katrín Anna bara afsökunar og leyfir fólki með aðrar skoðanir en hún hefur að opna hug sinn á bloggi í frjálsu landi. Hún þarf ekki að svara frekar en hún vill en ji, afhverju að hreinsa burt það sem aðrir hafa til málanna að leggja???
halkatla, 12.3.2007 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.