16.8.2007 | 12:25
Hvað er að ungdóminum?
Ég var í Fjarðarkaupum áðan að versla og kærastan er ansi ginkeypt fyrir grænmeti sem er gott og vel. Við kláruðum innkaupin og fórum að kassanum að borga fyrir kræsingarnar. Ung stúlka var að vinna við kassann og fór í gegnum vörurnar en þegar kom að grænmetinu þá hikaði stúlkan eitthvað en kláraði algengustu vörurnar eins og tómata og agúrku. Ég tók eftir því að stúlkan tók svo blómkálið horfði á það í smá stund, leit svo á lista yfir grænmeti en setti það svo til baka og tók eggaldin í staðin. Enn og aftur starði hún á þetta furðulega fyrirbæri en spurði svo hvað þetta væri. Eggaldin svaraði kærastan en svo kom röðin aftur að blómkálinu. Stúlkan reyndi að láta það líta út eins og hún vissi hvað þetta væri en leit aftur á listann en vissi greinilega ekki hvað blómkál heitir. Á endanum leit hún á kærustuna sem sagði Blómkál áður en hún gat spurt hana.
Ég get svo sem skilið að ungt fólk viti ekki hvað Eggaldin heitir, það er ekki mikið borðað en það var samt til í búðum þegar ég var krakki fyrir 20 árum síðan. En kom on! Blómkál er eitt algengasta grænmeti sem til er á landinu og hefur þessi stúlka aldrei séð þetta áður eða borðað það? Eða er hún bara svona vitlaus og kýs ekki að vita hvað þetta heitir af því að það er ekki töff?
Sorglegt en kannski voru allir þessir Hafnafjarðarbrandarar sannir?
Athugasemdir
Ég lendi iðulega í þessu sjálf, þarf að segja þeim krökkunum nöfnin á ótrúlegustu grænmetistegundum, eins og jú blómkál, sellerí, blaðlaukur sem dæmi. Hef þó ekki lent í þessu í Fjarðarkaupum ennþá.
Ragga (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 12:47
"Blómkál er eitt algengasta grænmeti sem til er á landinu"
Ég leyfi mér að stórefast þessa fullyrðingu.
Róbert (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:06
Þú komst í Moggann! Þú getur hætt!!
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 17.8.2007 kl. 15:00
Mikið rétt. The highlight of my career.
Róbert. Blómkál er eitt af algengustu grænmetistegundum á landinu. Það fæst í öllum búðum og það er ræktað hérna. Allir hafa borðað það og allir, fyrir utan þessa stúlku, vita hvað það er.
Ómar Örn Hauksson, 17.8.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.