Hræðsla við óbeinar reykingar kjaftæði?

Ég er að horfa á svolítið skemmtilega sjónvarpseríu þar sem tveir þekktir töframenn frá Bandaríkjunum, Penn og Teller, afsanna tilgátur, sögusagnir og annað því um líkt sem fólk heldur fram að sé satt. Þeir tóku fyrir miðla, óhefðbundnar lækningar, brotnám af geimverum og heimsendi og sýndu fram á að flest að þessu er algert kjaftæði. Þátturinn heitir einmitt Kjaftæði (Bullshit á ensku) og fyrir utan að vera þræl fyndinn þá kemur hann einnig í veg fyrir að fólk láti plata sig af atvinnu svikurum og þrýstihópum.

Svo sá ég þátt sem kom mér á óvart því að fyrstu þættirnir voru um efni sem flestir gera sér grein fyrir að sé kjaftæði nú þegar. Þessi þáttur var um það að rök talsmanna gegn óbeinum reykingum séu bull og vitleysa. Þessi efniviður kom mér mest á óvart því að allir vita að reykingar eru hættulegar og ég held að það sé ekki hægt að finna reykingarmann sem segir annað og einnig það að Penn og Teller eru hvorugir reykingarmenn og hafa óbeit á óbeinum reykingum.

Nú líður að því að veitinga og kaffihús þurfa að banna reykingar innandyra hér á landi en þessi þáttur sýnir fram á það hversu vafasamt það er að skerða frelsi einstaklingsins og veitingarhúsa eigandann með því að banna viðskiptavinum að reykja kringum annað fólk þegar tölurnar sem þeir hafa í höndunum sýna fram á að það séu litlar sem engar tengingar á milli lungnakrabba og óbeinna reykinga.

Í þættinum kemur fram að þær tvær skýrslur sem komu allri þessari umræðu af stað, skýrslur E.P.A. (Environmental Protection Agency) og W.H.O. (World Health Organization) voru báðar handónýtar og sönnuðu ekki neitt, E.P.A. falsaði meir að segja sína skýrslu svo að hún hentaði þeirra fyrirfram ákveðnu niðurstöðum. Skýrsla W.H.O. sagði að engar niðurstöður þeirra rannsókna sýndu fram á að óbeinar reykingar hefðu áhrif á tíðni lungakrabba en var samt kynnt sem niðurstöður sem sýndu fram á annað.

Hvað er þá málið? Af hverju hefur þessi histería gagnvart óbeinum reykingum orðið til þess að yfirvöld fara að segja almenningi hvar það má reykja, sérstaklega ef það eru til staðir sem bjóða upp á þann valmöguleika? Af hverju mega veitingahúsaeigendur ekki leifa reykingar inn á þeirra eigin stöðum? Af hverju má manneskja ekki njóta löglegrar vöru sem hún hefur keypt, af ríkinu nóta bene, inn á stað sem leifir það? Maður hefði haldið að fólk væri nógu hæft til þess að ákveða sjálft hvar það vildi borða og gæti þá farið á stað sem bannaði reykingar. Reyklaus kaffihús eru að spretta upp út um allt og þeim gengur alveg eins vel og þau sem leyfa reykingar. Af hverju er ekki hægt að hafa bæði? Ef að reykinga bann myndi auka viðskipti veitinga og kaffihúsa þá hefðu flest þeirra bannað það fyrir löngu síðan en það er ekkert sem sýnir fram á það að svo sé raunin. Af hverju að banna stórum hópi fólks að njóta þess sem það hefur fullan rétt á að gera? Er það til að bæta heilsu fólks sem reykir ekki þegar það er vitað að óbeinar reykingar hafa lítil sem engin áhrif á heilsu þeirra?

Ég held að flestir ef ekki allir vilji hætta reykja og veitingahús eiga ekki eftir að verða fyrir miklu tapi út af banninu þar sem allir verða að hlíta því og það er ekkert í boði til þess að tæla reykingarmenn annað. En það er spurningin hvort að það sé rétt að banna eigendum veitingahúsa og annarra almenningsstaða að bjóða upp á reykingar aðstöðu á þeirra stöðum þegar engar tölur sýna fram á að það sé hættulegt öðrum í kringum þá.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þer eru oft fjandi góðir þegar þeir taka fyrir ranghugmyndir, múgsefjun og pólitíska rétthugsun. Af hræsni og rangfærslum er nóg að taka. Þeir laga nú samt til rökfærslur sínar og nota huliðshjálm fyndninnar til að forðast ábyrgð á málatilbúnaðinum. Hjarðhegðun og fjölmilalygin er verðugt gagnrýni þeirra en í eitt sinn var ég ósammála þeim.

Þeir gerðu þá sem efast um að allt sé eins og sagt er um 911 að einhverskonar samsæriskenningavitleysingum og voru algerlega pró Bush. Það hugnaðist mér illa.

Kíktu á þessa heimildamynd og segðu mér hvort þetta er einhver paranoía:

http://video.google.com/videoplay?docid=7866929448192753501&q=loose+change 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2007 kl. 03:52

2 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Jú jú þetta er fyrst og fremst skemmtiþáttur en þessi um reykingarnar sýndir að þessar skýrslur sem allir nota sem rökin gegn óbeinum reykingum voru ekki áreyðanlegar en það bara trúðu þessu allir.

Sá þessa Lose Change fyrir svona ári síðan og get alveg tekið undir það að hún vekur upp margar spurningar. En ég treysti mér ekki til þess að taka undir allt sem hún segir.

Ómar Örn Hauksson, 26.2.2007 kl. 04:41

3 identicon

velkominn í bloggheima herra ómar. hvað varð til þess að þú ákvaðst að slást í hópinn?

beta (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:44

4 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Allar þær tölur sem miðað er við sýna fram á að hættan við óbeinar reykingar sé í besta falli óverulegar. Ekki nógu hættulegar til þess að neyða fólk til þess að reykja úti á götu.

Ómar Örn Hauksson, 26.2.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: halkatla

ég elska penn og teller.... samt er ég mjög trúaður og silly einstaklingur.

varðandi fyrsta kommentið þá tók ég einmitt eftir þessu í þættinum um samsæriskenningarnar en ég skil þá vel, ég var líka svona fyrstu árin á eftir 9/11 og samt er ég ekki einu sinni kani, ég neitaði bara að trúa því að bandaríkjastjórn ætti nokkurn hlut að máli þarna, það var bara einum of hryllilegt eitthvað og afneitunin bara í sjálfsvörn til þess að geta trúað á mannkynið.  en það breyttist allt þegar ég horfði á 9/11 mysteries, það er góð mynd og skelfileg, það er hægt að sjá hana á google videos.

hafiði heyrt nýjustu plönin? það er verið að íhuga sumstaðar að banna reykingar inná heimilum, m.a í USA og sumsstaðar má alls ekki reykja.

halkatla, 26.2.2007 kl. 20:05

6 identicon

Penn og Teller hafa dregið í land með fullyrðingar sínar um óbeinar reykingar: http://youtube.com/watch?v=nrub3dt7R5U

Bestu kveðjur,

Arngrímur Vídalín.

Arngrímur Vídalín (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:50

7 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Takk fyrir þetta Arngrímur. Hafði ekki séð þetta. Mig grunaði að það hlyti að vera eitthvað sem kæmi í ljós á þessum tíma. Er reyndar bara búinn að sjá fyrstu seríuna sem er nokkura ára gömul, þriggja eða fjögurra ára held ég. Þeir segja þarna í vídeóinu á youtube að nýlega (sennilega í fyrra eða árið á undan) hafi komið fram ný skýrsla sem var á skjön við þeirra málflutning. 

En eins og þeir segja þá var þátturinn meira um hvort að yfirvöld ættu að blanda sér í þetta mál og banna reykingar á opinberum stöðum. Sem mér finnst hæpið. Frekar hætta að selja þennan viðbjóð og þá verða allir sáttir á endanum.

Ómar Örn Hauksson, 26.2.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband