Hvar er barnaklámið?

Eitt af því sem þeir sem vildu ómögulega fá fólk úr klámiðnaðinum til landsins gerðu til þess að fá fólk með sér í lið var að halda því fram að tenglar sem voru á snowgathering síðunnu innheldu barnaklám. Með þessu fengu þær lögregluna í lið með sér og náðu að hræða stjórnvöld til þess að fá sínu fram. Ég skoðaði þessa síðu og síður þeirra sem ætluðu að taka þátt í skemmtiferðinni og komst að þeirri niðurstöðu að andstæðingar þingsins, Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum þar á meðal, voru að ljúga. Þetta lið laug alvarlegustu ásökunum sem hægt er að saka manneskju um nú á dögum upp á fólk sem það þekkti ekki til og hélt því stöðugt fram. Þeir sem kjósa frekar að lepja upp rausið í öðrum án þess að skoða hlutina sjálf fóru síðan að dreifa þessum óhróðri út um allt (af því að allir hinir sögðu það) og þá var ekki aftur snúið.

Í raun var ekkert barnaklám á þessum síðum. Þeir sem hafa eitthvað á milli eyrnanna og vita hvernig netið og klámbransinn gengur fyrir sig vita að það er ekki hægt að nálgast barnaklám á hinu almenna interneti sama hvað þú reynir. Það er bara ekki hægt. Barnaníðingar gera sér alveg grein fyrir því hversu hart er tekið á glæpum þeirra og þess vegna skipta þeir efni á milli sín utan netsins. Internetið er undir stöðugu eftirliti yfirvalda og það er ekki séns að einhver kæmist upp með að opna síðu sem dreifir barnaklámi.

Verst þykir mér að enginn fjölmiðill rannsakaði þessar ásakanir frekar og svo virðist sem lögreglan hafi ekki gert það heldur. Tenglarnir hafa nú verið teknir út af snowgathering síðunni og fréttatilkynning sett í staðinn en það ætti nú að vera auðvelt að hafa samband við aðstandendur hennar og fá þá.

Finnst mér alveg ótækt að nauðsinleg og góð samtök eins og Stígamót eru skuli leggjast svo lágt að bera fram þennan rógburð vegna þess að þeim líkar ekki atvinna ákveðins hóps og telja hann rót hin illa. Hvet ég nú blaðamenn og aðra fréttamenn að skoða þessar ásakanir nánar og spyrja þetta lið hreint út “Hvar er klámið?”. Fólk má ekki komast upp með svona athæfi þótt það meini vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Telma Hrönn Númadóttir

Ég lagðist nú ekki í rannsóknarvinnu eins og þú og veit því ekki hvað er á þessum síðum en verð að vera sammála því að það er ljótt að saka fólk um barnaníðingshátt nema ástæða sé til.

Telma Hrönn Númadóttir, 25.2.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekkert í máli þessa þvagfærafóbíufólks, sem hafði snefil að réttlætanlegri gagnrýni.  Mest furða ég mig á þessum sensationalisma í fjölmiðlum yfir málinu. Það er greinileg gúrkutíð, þó í raun sé yfirvofandi heimstyrjöld.  Ég botna orði ekkert í þjóðarsálinni. Það er einhverskonar stjórnleysi í gangi...

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: halkatla

ég tek þetta bara alveg til mín sem ein sökudólganna og það er bara þannig... en ég tók ekki bara mark á einhverjum útí bæ, þetta var svotil fullyrt í sumum fréttunum eða gefið það sterklega í skyn að undirmeðvitund þess sem veit nákvæmlega ekkert um þessa hlið netsins gleypti það ógagnrýnt. Það er náttúrulega skelfilegt fyrir mann eftirá, fjölmiðill getur ekki orðið manns besti vinur þó að hann sé líka blogg. Ég trúi næstum hverju orði af því sem fólk skrifar á sínum bloggum (ekki gáfulegt en gerist ósjálfrátt) og mbl.is er einsog traustasti bloggvinur.... samt hef ég margoft kvartað yfir óáreiðanlegum fréttum þaðan og mjög óspennandi fréttum líka. Loksins var eitthvað fútt í þessum fréttum. Já, svona er þetta. Flott grein, best að reyna að laumast óséð héðan burt með skottið á milli lappanna

halkatla, 26.2.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: M. Best

Nei, sko... þetta voru vísanir í barnaníð vegna þess að það voru myndir af stelpum með lítil brjóst, tíkó og sleikjó á einhverjum síðum þarna. Svona Lólítur, eins og Lólítan hans Nabokov. Og ef menn eru að horfa á svona, þá er næsta skref örugglega að vilja fara út og beita barn ofbeldi? Er það ekki annars?

M. Best, 27.2.2007 kl. 02:31

5 identicon

Kristín Ásgeirsdóttir sagðist hafa séð það með berum augum, en það hafi verið tekið út um leið og umfjöllun um þetta fór í gang hérlendis. Ég held að hún færi nú ekkert að ljúga eða segjast hreinlega hafa sagt eitthvað með "berum augum" ef hún hefði ekki gert það. Held að þér væri vissara að líta í eigin barm, ertu ekki að kalla aðra lygara? Það er ekki fallegt.

Sara (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 19:03

6 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það var ekkert tekið út af síðunni fyrr en fólkið hætti við að koma. Hvernig ættu þau að vita að einhver pía hafði séð þetta? Ekki skilja þau Íslensku.

Enginn heilvita maður setur barnaklám á netið ef hann vill ekki lenda í fangelsi, sama hversu illa þér líkar við hann. Hún setur stúlkur með tíkó og sleikjó í sama flokk og barnaklám sem er algjör sturlun. Það var eina “barnaklámið” sem hún sá, ekkert annað. Hún laug til að hrista upp í fólki.

Ómar Örn Hauksson, 28.2.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband