23.2.2007 | 04:04
Hefði mátt vera skemmtilegri ástæða fyrir mínu fyrsta bloggi...
En maður getur ekki orða bundist þegar svona hlutir gerast.
Í dag fögnuðu femínistar sigri yfir hinni hryllilegu ógn eigendum klámvefsíðna sem hrundið var frá saklausum íbúum þessa litla lands. Þarna sögðu þær stoltar að réttlætið hefði sigrað og að barnaníðingar, nauðgarar og mannræningjar væru ekki velkomnir inn í landið. Sem hefði verið allt gott og blessað ef um raunvörulega barnaníðinga, nauðgara og mannræningja hefði verið um að ræða.
Það er alveg með ólíkindum að fólk eins og Guðrún Jónsdóttir geti sakað fólk um að framleiða barnaklám af því henni finnst það bara og án þess að hafa snefil af sönnunum í höndunum og dreifa þessum óhróðri út um allt og komast upp með það. Réttur einstaklingsins var fótum troðinn í dag og er skelfilegt til þess að hugsa að þessi litli hópur skuli geta þrýst á einstaklinga eða hópa til þess að fá sínu fram. Eru þetta ekki sömu rök og þau nota gegn klámi? Að neyða einhvern til einhvers svo að maður fái sínu fram?
Hótel Saga fær hræsnisverðlaun ársins fyrir að láta undan pólitískum þrýstingi og neyta því fólki um gistingu sem framleiðir þá vöru sem hótelið græðir gífurlega á, klámmyndirnar sem hægt er að panta á herbergjunum. Tap hótelsins á brotrekstri væntanlegra gesta hleypur á milljónum og upphæðin sem ferðaþjónustan tapar á þessu hlýtur að vera gífurleg ef maður miðar við þær upphæðir sem vel stæðir einstaklingar í partýhug eyða í ferðum hér á landi.
En það er ekki að klámráðstefnan sé ekki haldin sem pirrar mig, mér er svo sem alveg sama um það. Það sem fer í taugarnar á mér er það að hópur af fólki sem hafði ekkert gert af sér og hafði ekki í hyggju að gera neitt af sér var meinaður aðgangur að landinu vegna þess að fámennur þrýstihópur hatar atvinnu þeirra af ástríðu. Þær kasta fram orðum eins og barnaníðingar, nauðgarar og mannræningjar og eins og margoft hefur sannast, ef maður talar nógu hátt fer fólk að taka mark á manni. Hvaða opinber talsmaður gæti talað gegn svona málflutningi án þess að vera stimplaður fylgjandi fyrrgreindum ógæfumönnum? Enginn þingmaður myndi þora í það.
Þetta lið vitnar alltaf í lög sem banna klám sem rökin fyrir því að banna þessu fólki að koma hingað en gera sér ekki grein fyrir því að það var aldrei ætlunin að gera neitt af því sem femínistar halda fram. En þeim er alveg sama. Ef verslunarmenn frá Danmörku ætluðu að þinga hér, þyrftum við ekki að banna þeim að koma þar sem bannað er að selja áfengi í matvöruverslunum hér á landi? Þeir hafa atvinnu við það að fremja verknað sem er ólöglegur hér á landi. Eru þetta ekki helstu rök femínista?
Það er alveg ótækt að svona hópar komist upp með svona athæfi, telja sig tala fyrir alla, notandi orð eins og við Íslendingar þegar þær reyna að maka saklaust fólk í skít og óþverra. En eins og með flest annað hér á landi þá er það sá sem talar hæðst sem fær sínu fram og hinn þögli meirihluti situr hjá og bölvar í hljóði.
Bara að Íraksstríðið eða eitthvað álíka mikilvægt hefði fengið þvílík viðbrögð frá svona hópum. Nei þær kusu frekar að þegja þegar þúsundir hermanna og óbreyttra borgar voru sendir út í opin dauðann fyrir ekki neitt en froðufella þegar fólk sem hefur atvinnu af því að hafa mök fyrir framan myndavél vogar sér að ætla fá sér í glass í bænum. Forgangsröðin eitthvað brengluð þarna á bæ.
Athugasemdir
þetta gerðist allt svo hratt - ég ætla sjálf að pæla betur í þessu á morgun.... þið rólega fólkið blönduðuð ykkur alltof seint í umræðuna, eða þá að þetta gerðist of hratt. Ég veit ekki nákvæmlega hvað skeði....
halkatla, 23.2.2007 kl. 04:40
Mér þætti nær að læra af mistökunum en að taka fyrri bönn sem fordæmi.
Siggeir (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 20:37
Sæll Ómar og langt síðan ég hef séð eða heyrt þig!
Að öðru leyti mjög góð fyrsta bloggfærsla þín og ég er þér fyllilega sammála. Ég er reyndar ekki ennþá búinn að hafa mína fyrstu færslu af hér en það kemur...
Víðir Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 21:35
Íris.
Hells Angels eru skipulagður glæpaflokkur og menn vissu að fólk var að reyna að koma upp samskiptum við þá.
Faulun Gong var algjör skandall og menn skitu algerlega upp á bak með það að reyna að líta vel út fyrir forseta Kína. Það vita það allir.
Enginn úr þessum hópi sem ætluðu að gera neitt af sér af þeirra sögn og þar með engin ástæða til þess að halda annað. Þau höfðu ekki einu sinni tækifæri til þess að brjóta af sér og samt var komið í veg fyrir að þau kæmu. Þetta var svona Pre-emptive attack eins og Bush notaði sem afsökun til þess að hefja stríð. Betra að eyða óvininum áður en hann fær tækifæri til þess að sýna á sér brjóstin.
Omar Orn Hauksson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 00:29
Jú það er rétt. En ég held að eftir þessi tvö mál þá hugsi menn sig aðeins betur um áður en þeir láta stjórnast af þrýstihópum.
Ómar Örn Hauksson, 24.2.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.