Týbísk tilfinningakláms umræða

Umræðan um börnin sem urðu fyrir því gífurlega óhappi að vera ráðin sem leikarar í kvikmynd sem varð óvænt vinsæl er eins og hver önnur internet umræða, uppfull af histeríu og vanþekkingu. 

Af einhverri ástæðu heldur fólk að kvikmyndaframleiðendur séu núna ábyrgir fyrir uppeldi og velferð leikara eftir að tökum líkur sérstaklega ef þau eru lítil og krúttaraleg. Því miður er það bara ekki rétt og það er ekki í verkahring þeirra að halda þeim uppi af því að þau eru fátæk.

Börnin tvö sem kastljósið beinist að voru ráðin sem leikarar eins og hver annar leikari í þessari mynd. Launin sem þau fengu voru marföld árslaun venjulegs Indverja og krakkarnir fengu menntun og reynslu sem fáir úr þeirra hópi fá að kynnast. 

Fólk bölvar Hollywood fyrir þennan skelfilega verknað, þrátt fyrir að Hollywood kom ekki nálægt framleiðslu hennar heldur var hún keypt til dreifingar og átti fyrst að fara beint á DVD. En velgengi hennar á kvikmyndahátíðum varð til þess að hún fór í almenna dreifingu og varð svona vinsæl. En þá á allt í einu kvikmyndafyrirtækið að borga þessum börnum meira. Af hverju?

Krakkarnir unnu sína vinnu eins og hver annar, fengu borgað fyrir þá vinnu og þar með er því lokið. Rétt eins og ég ræð pípara til þess að vinna í húsi sem ég er að byggja, ef ég sel það svo með miklum gróða á ég þá að borga píparanum meira? Alls ekki. Hann fékk borgað fyrir þá vinnu sem hann var fenginn til að gera. Ef það stendur í samningum að leikari eigi að fá hluta af gróða þá á það að gerast, annars ekki.

Þetta góðgerðarmál vikunnar er eins og með öll hin, því verður gleymt í næstu viku og ef að þessi mynd hefði ekki verið svona vinsæl þá væri öllum sama, rétt eins og þeim sem er alveg sama um öll hin góðgerðarmálin sem þau greiða ekki krónu í.

 


mbl.is Býður fræga dóttur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Jú jú þetta er hárrétt, ágætis dæmi með píparann en samt sem áður þá er þetta ekki alveg svona basic eins og þú setur þetta upp svo er  þetta spurning um mannlega samúð.

Fólkinu var lofað hús sem að þau fengu svo ekki.

Aftur á móti tíðkast það líka hjá sumum fyrirtækum að ef að fyrirtæki skilar óvenjumiklum arði fá starfsmenn bónusgreiðslu frá fyrirtækinu, rétt eins og eitthvert álverið gerði hér fyrir ekki svo löngu síðan, rétt eins og Glitnir gerði í góðæríinu.

Eins og ég segji þá snýst þetta kannski líka um að sýna smá mannlega samúð, fólkið er búið að fá að upplifa frægð og frama og fá smjörþef af góðu lífi (fóru þau t.d ekki öll á Óskarinn) og snúa svo aftur í þessa eymd og fátækt. Það mundi ekki kosta nema atómsbrot af hagnaði myndarinnar að bæta lífskjör þessa fólks og gefa þeim t.a.m eitt stykki hús eða íbúð a.m.k koma þeim úr fátækrahverfinu, en ætli það myndi breyta nokkru með söluna á stelpunni, þessu fólki finnst munaður að eiga kvöldmat þannig að ég held að þau myndu samt sem áður reyna að nota tækifærið til að þéna á stelpunni en þannig er líklegast bara hugsunarhátturinn þarna úti - Eitthvað sem að við skiljum ekki, en er fullkomlega eðlilegt þar í landi, enda er þetta barátta um að lifa af hjá þeim.

Solla Bolla (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:07

2 identicon

Miðað við hvaða dagskaup maðurinn gaf upp gætu árslaun hans verið nálægt 150.000 kr.

50.000 pund jafngilda nálægt 9 milljónum króna, 200.000 pund jafngilda um 36 milljónum. Þarna er því verið að bjóða manninum 60-240 föld árslaun sín.

Ef Íslendingur með 300.000 kr. á mánuði (3,6 millj. á ári) fengi hlutfallslega svipaðan díl þá væri verið að bjóða honum 216-864 milljónir.

Þarna er um að ræða mann sem býr við algjöra fátækt með stóra fjölskyldu. Feitir Vesturlandabúar eru ekki hentugir dómarar í þessu máli.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband