Á mamma að kissa báttið?

Íslendingar hafa aldrei kunnað að mótmæla nokkrum sköpuðum hlut enda höfum við látið ráðamenn þessara þjóðar vaða yfir okkur vegna þess að það hefur verið einhver míta við að fara út á göturnar og segja sína skoðun. Hræðslan við að líta hallærislega út hefur vegið þyngra en velferð fólksins og þess vegna hefur fólk venjulega haldið sig heima, röflað um hlutina á bloggi eða yfir kaffibolla án þess að hlutirnir breytist. Ég hef sagt að Ísland væri sennilega upp til hópa samkynhneigð þjóð vegna þess að það væri sífellt verið að taka okkur í rassgatið og við virðumst njóta þess.

Það var ekki fyrir löngu síðan, þar síðasta sumar minnir mig að við þurftum að flytja inn mótmælendur til þess að mótmæla virkjunum vegna þess að við nenntum því ekki og almennings álit á mótmælendum var ekki hátt, skítugir hass reykjandi ný-hippar upp til hópa. En nú þegar Evran er orðin svona dýr þá borgar það sig ekki og Íslendingar neyðst til að gera hlutina sjálf.

Síðustu vikur hafa tugir þúsunda safnast saman og krafist afsagna hæðstu ráðamanna þjóðarinnar og hitinn virðist vera að hækka all verulega sem er frábært. Hins vegar er spurning hvort að þetta fólk sem við viljum burtu hlusti á okkur, þau hafa ekki gert það áður og komist upp með það, af hverju ætti það að gera það núna.

Nú á laugardaginn sá ég svolítið sem ég bjóst ekki við, hópur fólks, um 500 manns samkvæmt fréttum, réðst til atlögu á sjálfa lögreglustöðina til þess að fá félaga þeirra lausan úr prísund. Það er frábært, það sýnir valdinu að fólk er óhrætt og tilbúið að gera hvað sem er og ætti sem slíkt að hrista aðeins upp í því hásætis liði sem hefur reynt að sussa á okkur. Þegar fólkið í landinu er ekki hrætt við sjálft lögvaldið af hverju ættum við að vera hrædd við að gera það sama við þinghúsið eða stjórnarráðið?

Mér fannst þetta gott framtak en svo komu fréttirnar sem drápu þetta alveg. Mótmælendur að væla yfir því að hafa meitt sig í þessum átökum. Hvað er það?Við hverju var þetta fólk að búast? Þegar það brýst inn á lögreglustöð með valdi, brjótandi niður hurðir með bareflum þá ætti það að búast við því að lögreglan myndi svara í sömu mynt. Og fara svo í blöðin vælandi yfir því að fá pipar úða í augun er alveg fáránlegt. Að kalla lögregluna ódrengilega fyrir að verja sig og heimta að fá viðvörun frá þeim áður er algjört rugl. Takið þessu eins og fullorðið fólk.

Ef þú stofnar til slagsmála en kvartar svo yfir því að hafa verið laminn þá áttu ekki að standa í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband