Ásdís Rán í Júróvisjón

Enn og aftur héldu við Íslendingar að við myndum sigra í þessari bölvuðu keppni og enn og aftur reyndist það fjarri raunvöruleikanum. Margir spá í hvað þarf í gott Júróvisjón atriði, flestir vilja halda því fram að það þurfi mjög "gay friendly" atriði þar sem þessi árlegi atburður er hálfgerður þjóðhátíðardagur samkynhneigðra. En þar sem Austur Evrópa er svo stór hluti af þessari keppni núna og þeirra tónlistarsmekkur á ekki mikið upp á pallborðið hjá öðrum þjóðum þá verðum við að spila þann leik til þess að eiga möguleika. Það sem ég tók eftir þetta árið var að sex appeal var mikið hjá þeim þjóðum sem voru í efstu sætum, Rússinn nánast ber að ofan og Ukraína með þessa píu sem var ansi vel útlítandi. Okkar keppendur hafa nákvæmlega ekkert sex appeal, hvort sem þú ert gagnkynhneigður eða samkynhneigður og þegar ég fór að hugsa um það þá er enginn söng kona eða söngvari sem hægt væri að kalla kynþokkafullan. En núna vita allir landsmenn að Ásdís Rán er vaðandi í kynþokka og er sú manneskja sem stendur fremst í því að kynna íslenska fegurð fyrir útlendingum. Þess vegna legg ég til að menn fari að kenna stúlkunni að syngja og senda hana svo til Rússlands þar sem hún mun örugglega leggja kommanna að fótum sér með sinni fegurð og þokka sem kom henni vel þegar hún reyndi að komast inn á Astró og Tunglið á sínum tíma. Djöfull er þetta góð hugmynd hjá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Heyr!  Heyr!!

Djöfulli góð hugmynd hjá þér, þótt þú segir sjálfur frá!!

Kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 26.5.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Andrea

Þú er greinilega algjör snillingur :)

Andrea, 26.5.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband