5.9.2007 | 10:54
Andskotans djöfulsins.
Mikið djöfull er ég pirraður í dag. Fékk að heyra það í gær kvöldi að íbúðin sem ég er búinn að vera í tómu ströggli við að kaupa verður frekar sett á leigu af eiganda hennar. Ég gæti lamið þetta fífl.
En þetta er ekki allt honum að kenna, Glitnir á stóran þátt í því að við skötuhjúin misstum þessa íbúð úr okkar greipum. Það tók þessa vitleysinga hjá Glitni þrjár vikur, eftir eilíft skriffinnsku vesen og tafir að segja að við stæðumst ekki greiðslumat. Ósátt og undrandi fórum við í Landsbankann eftir að seljandi íbúðarinnar benti okkur á að fara þangað og það tók þá tvo daga að samþykkja greiðslumatið, tvo fokking daga! Ekki skil ég hvurslags kröfur Glitnir krefst af sínum viðskiptavinum en kannski fékk ég ekki þetta í gegn af því að ég gerði grín af hári nýs bankastjóra sem er yngri en ég en er með grárra hár en afi minn. En alla vega má Glitnir hoppa upp í sitt allra heilagasta fyrir mér.
En seljanda melurinn er þó ekki skárri. Við fengum 15 daga til þess að komast í gegnum greiðslumatið sem við auðvitað fórum yfir í viðskiptum okkar við Glitni en seljandinn stoppaði okkur aldrei af heldur gaf okkur séns af því að hann þekki kærustuna og þannig áleit ég að samningurinn væri framlengdur og einhver ábyrgð lægi á seljandanum varðandi það, en ónei.
Hann var einnig sá sem benti okkur á að fara í Landsbankann og benti á einhvern vin sinn sem gæti hjálpað okkur. Þannig að maður hugsaði náttúrulega að maðurinn vildi selja, hann er nefnilega á leið til útlanda að stofna góðgerðarsamtök. Ég efast um góðmennsku þessa manns eftir þessi viðskipti.
Það tók Landsbankann eins og áður sagði 2 daga að samþykkja greiðslumatið, án þess að þurfa að hafa samband við þennan vin seljanda, en sama dag og það gekk í gegn fáum við fréttir af því að hann sé farinn að endurhugsa viðskiptin og að hann vilji kannski frekar leigja eftir allt saman. Okkur var ekki skemmt þar sem við vorum alveg á því að við værum að fara fá þessa íbúð. Hann lét okkur vita að hann væri að fara yfir málin en benti á að hann væri ekki afhuga því að selja, en það var frekar augljós leið að segja okkur að hann vildi fá meiri pening út úr okkur. Þannig dró þessi mann fjandi okkur á asna eyrunum í nokkrar vikur og nú segir hann okkur að hann vill frekar leigja. Melur og skítbuxi.
Þannig að nú hefst þetta ömurlega ferli að finna nýja íbúð og allt það bölvaða vesen sem fylgir því.
Athugasemdir
ég hélt maður segði "skítbuxni" en ekki "skítbuxi" ... en jæja.
Pétur (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 07:50
Var nú bara að reka augun í þessa færslu þína and i feel your pain. Þetta íbúðabrölt er óþolandi og þegar maður loksins finnur "draumaeignina" þá þarf maður liggur við að berja seljandann utan undir með staðgreiðslu u.þ.b 5 mín eftir að maður finnur hana, annars er íbúðin seld. Við(lesist konan mín sem vill bara vera í vesturbænum) erum að leita að sérhæð í vesturbænum,sem er hellað. Byggt um aldarmótin 1800 einfalt gler og útikamar. 36 milljónir, special price for you my friend.
Ómar Eyþórsson, 18.9.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.