26.2.2007 | 19:55
Hvert fara peningarnir?
Umræða hefur farið í gang á öldum internetsins um gjöld sem neytandi greiðir fyrir geisladisk eða mynddisk og hvort að það sé rétt að hann greiði aftur fyrir nýjan disk ef sá gamli skemmist. Við erum nefnilega ekki að borga fyrir hlutinn sjálfan heldur fyrir afnotarétt á efninu sem er á disknum sjálfum. Að sjálfsögðu erum við líka að borga smáræði fyrir framleiðslu hlutarins, umbúðarhönnun og svoleiðis en það er algjör minnihluti miðað við afnotagjöldin. Spurningin er þá; eiga neytendur að borga aftur fyrir að njóta sömu tónlistarinnar ef diskur skemmist? Ég er búinn að greiða fyrir afnotaréttinn, af hverju á ég að gera það aftur?
Einhvern veginn stórefa ég um það að það verði einhver breyting á þessum málum en STEF er ekki beint þekkt fyrir að gera okkur neytendum lífið léttara.
Eitt af því sem STEF heimtar af fyrirtækjaeigendum er að þeir borgi stefgjöld fyrir að spila tónlist inn í húsnæðinu sínu og hafa þessir sömu eigendur kvartað oft sáran um að þurfa borga tugi þúsunda til STEF vegna þess að þeir eru með lítið útvarp í kaffistofunni sem er ekki ætlað til þess að skemmta viðskiptavinum.
Stefgjöld eru reiknuð með því að safna saman upplýsingum um spilun hvers listamanns í útvarpi eða sjónvarpi og hver slík stofnun þarf að skila inn skýrslu um hvað hún spilar og hversu oft. Hér áður fyrr var stundum erfitt að fá upplýsingarnar frá sumum útvarpsstöðvum, Xið var frægt fyrir það að borga stefgjöld en skila ekki inn skýrslunum. Hvernig STEF fór síðan að því að reikna síðan út hver átti að fá hvað veit ég ekki en er nokkuð viss um Bubbi, Bó og sinfónían hafi fengið mest af því. Sem betur fer tóku menn sig til í andlitinu og nú fá jaðarböndin loksins eitthvað fyrir sinn snúð.
En hvernig fer STEF að því að reikna út hver fær hvað fyrir gjöldin sem þau fá frá verslunar og veitingahúsaeigendum? Skipta þeir öllu jafnt á milli til allra, fer þetta beint til þeirra eða fer þetta til þeirra listamanna sem að venju ríða feitum hesti frá þessu öllu saman? Fer þetta í einn ef þeim sjóðum sem þeir hafa innanbúða sem hver og einn listamaður þarf að skrá sig í eins og með þau gjöld sem Flugleiðir borgar fyrir að spila tónlist í þeirra flugvélum og nánast enginn veit um?
Getur einhver svarað þessu? Ég er of latur til þess að hringja og spyrja þau.
Athugasemdir
Ekki get ég svarað þér, en ég hef á tilfinningunni að þetta stefgjaldasystem sé ekki að fullu réttlátt og skilvíst. Há okkur kvikmyndagerðarmönnum er þessu háttað þannig að borgað er af öllum myndum í sjóð, sem skipt er á milli gilda kvikmyndagerðarmaðurinn verður svo að vera í félögum á borð við rithöfundarsambandið, leikskáldafélagið eða félagi leikmyndahönnuða t.d. og sækja þar um greiðslu úr þessum sjóði.
Ekki vita allir af þessu né skilja kerfið, svo ötulustu sjóðaharkararnir ná þessum pening oftast án þess að tekið sé tillit til sýningafjölda og aðsóknar. Fyrstur kemur, fyrstur fær kerfi einhverskonar. Þetta er ótrúlega stirðbusalegt og ósanngjart.
Það er fáránlegt finnst mér að STEF skuli vera með litla njósnara á ferli til að athuga spilun á opinberum stöðum. Þetta minnir mann á ráðstjórnarríkin. Hvernig í ósköpunum getur svoleiðis innheimta verið réttlætanleg? Hvernig ætla þeir sér að hafa fulla yfirsýn.?
Það er ljóst að þetta stefgjaldakerfikerfi er afar vanþróað hér og þörf á skilvísara systemi. Umsetningin er lítil á svona litlum markaði og geisladiskar allt allt of dýrir. Ég kynoka mér við að kaupa diska sem kosta allt að 3000 kr.
Það hlýtur að verða hvetjandi fyrir söluna að lækka álagningu og jafnvel höfundarlaun af hverjum diski. Ég keypti mér þó disk í dag, sem ég er ánægður með og þóttist hafa fengið mikið fyrir peninginn þar sem hann er allur jafn góður. Þetta er hún Ólöf Arnalds og Við og Við. Fín tónlist til að róa sig fyrir svefninn. Kannski liggja blankheit tónlistarmanna hreinlega í því að þeir gera ekki nógu góða tónlist? Mér finnst oft aðeins eitt eða tvö lög ok en hitt svona uppfylling til að réttlæta útgáfu. Svoldið frat að borga sama fyrir það og annað sem eru gæði í gegn.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.