Eins og þeir segja í útlöndum...þá ætla ég að halda áfram að berja dauðan hest

Það er svolítið skemmtilegt að skoða athugasemdir andstæðinga klámþingsins sem svara greinum um að allt þetta mál hafi verið stormur í glasi og um vafasöm afskipti stjórnvalda og að Hótel Saga hafi látið undan þrýstingi þeirra.

Núna heldur þessi hópur uppi þeim staðhæfingum að engum hafi verið bannað að koma og að “barnaníðingarnir” hafi kosið sjálfir að hætta við. Já já, þið getið reynt að sannfæra ykkur um það eins og ykkur listir en staðreyndin er sú að þeim var meinaður aðgangur að hótelinu eftir að þau höfðu gert samning við það í nóvember án athugasemda. Og ef að hótelið hefði ekki meinað þeim aðgang þá er ég nokkuð viss um að stjórnvöld hefðu fundið einhverja aðferð til stöðva ferð hingað til landsins, þeim tókst það með Faulun Gong. Svona atburð tekur marga mánuði að skipuleggja og eins mikilvægur hlutur og gisting fyrir svona stóran hóp er ekki bara hægt að redda á smá tíma heldur tekur það tíma, fyrirhöfn og peninga. Þannig sáu þau sig neydd til þess að aflýsa komunni hingað.

Þessir púrítana hópar eru byrjaðir að hljóma eins og verstu hægri samtök í bandaríkjunum sem reyna að snúa út úr öllu sem kemur út úr þeim án þess að sannfæra neinn í raun. En eins og þessir hópar vestra þá er þeirra taktík að drekkja öllum skoðunum sem eru á skjön við þeirra eigin þangað til að ekkert annað heyrist en þeirra ástríðufulli hatursáróður.

Ég gerir mér fyllilega grein fyrir því að þau meina vel en aðferðir þeirra er eins og að horfa að krakka í frekjukasti væla þangað til einhver tekur eftir honum. Allir VERÐA að vera á þeirra máli og ekkert helvítis kjaftæði. Afsakið en svona ganga hlutirnir ekki fyrir sig. En ég geri mér líka fyllilega grein fyrir því að ef að kosningar væru ekki á næsta leiti þá er ég nokkuð viss um að útkoman hefði verið önnur.

Það er allt í lagi að vera á móti klámi en í Guðanna bænum ekki fara segja mér og meirihluta landsmanna hvað þau eiga að hugsa og hvað það má horfa á heima hjá sér og ekki fara að meina fólki sem hefur ekkert gert af sér aðgang að landinu af því að þér líkar ekki við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu fólki hefði ekki verið meinaður aðgangur að hótelinu ef það færi ekki undir formerkum klámráðstefnunnar. Það var ráðstefnan sem slík sem fór fyrir brjóstið á fólki, auglýst á síðu sem innihélt meðal annars tengla á barnaklám. Það má vel vera að þetta sé allt besta fólk og ekkert þeirra hafi komið nálægt barnaklámi, mansali og þrælkun. En af hverju var það þá að setja tengil á barnaklám á síðuna sína? Voru þar börn að misnota fullorðna? 

Ég er fegin að þetta fólk var ekki boðið velkomið hingað í þessum tilgangi. 

sara (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Hárrétt Ómar og því miður held ég að þetta upphlaup verði jafnréttisbaráttunni til skaða. Róttækir feministar fá almenning upp á móti sér og það bitnar á annars nauðsynlegri jafnréttisbaráttu.

Óskráð (Sara) segir að það hafi verið tengill á barnaklám á einhverri síðunni þarna. Ég hef ekki heyrt um það áður, því þvert á móti þá skilst mér að þarna hefðu verið hlekkir til að tilkynna um barnaklám frá Association of Sites Advocating Child Protection (ASACP).

Víðir Ragnarsson, 25.2.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband