Hó hó hó! We say hey hey hey!

Það litla sem ég hef séð af þessum annars skelfilega þætti Laugardagslögin á RÚV hefur verið alveg...ja...skelfilegt. Ef þetta eru lögin sem komust áfram í keppnina, hvernig voru þau sem fengu neitun? Það sem hefur hins vegar staðið upp úr eru samt lögin hans Barða Jóhannssonar sem greinilega tekur þessa keppni ekki eins alvarlega og hinir skúffu lagahöfundarnir sem virðast skríða út úr híbýlum sínum á hverju ári fyrir þessa blessuðu keppni. Lagið hans "Á ballið á" gerði óspart grín að skagfirsku sveiflunni og var nánast of sannfærandi. Drullu fyndinn texti og skemmtilega hallærislegt lag sem virkar bara af því hann er að djóka. 

Lagið hans í kvöld, Hó hó hó! We say hey hey hey var hinsvegar algjör helvítis snilld og virkilega vel sett saman, með Gillza, Partý Hans, Ceres 4 og þennan massa trommara og söngspírunni sem skilaði sínu vel. Enn og aftur nær Barði að gera fáránlega sannfærandi lag sem hljómar eins og Scooter hittari, með viðlagi sem maður fær á heilan og ógeðslega fyndið í einfaldleika sínum.

Ég gæti alveg séð þetta lag fara út í keppnina og ég held að það þurfi ansi sterkt lag til þess að slá þessu við. Austur Evrópa á eftir að gleypa við þessu lagi og það er einnig mjög gay friendly bæði sem danslag og ekki er verra að hafa þessa hel mössuðu spaða spriklandi á sviðinu bera að ofan.

Það eina sem vantaði var að Gilli færi úr að ofan, en ég hef það frá áreiðanlegum heimildum að drengsi hafi bætt eitthvað á sig og ekki viljað sýna mörið fyrir almenning. Þá verður hann bara að fara í átak fyrir úrslita keppnina svo hann geti sýnt vel skapaðan líkamann sinn í beinni.

Áfram Barði! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr! Þetta er það langbesta sem komið hefur í þessum þáttum.

Gummi Valur (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 18:01

2 identicon

ég veit fyrir víst að Gillz er "off season" vegna skólagöngu og próftarnar... hins vegar verður hann ber að ofan og hel massaður og virkilega cut fyrir loka-undankeppni! þetta er magnað lag ;)

Katla (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband